Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Side 46
44
Margt er svipað í Alaska og á íslandi.
var langt fram á haust, er ég hafði lokið öðrum erindum,
og auk þess, sagði Robinson í Anchorage mér, sem er
manna kunnugastur á þessum slóðum, að þessi trjátegund
mundi vandfundin á skömmum tíma; þá sá ég mér ekki
fært að leggja í langa ferð, þar sem líklegt var, að hún
yrði alveg árangurslaus. Einnig hafði mig langað til að
ná í fræ af furutegund, sem vex í suðaustur Alaska, (Pinus
contorta), en það reyndist ómögulegt að ná í fræ af
þeirri tegund úr þeirri hæð yfir sjó, sem ég hefði kosið.
Og loks má nefna, að mig langaði til þess að ná sitkagreni-
fræi og þallarfræi frá fleiri stöðum, en ég átti kost á.
Hins vegar gat ég náð í fræ og rætur ýmissa plantna,
sem gaman getur verið að reyna hér á landi, þótt slíkt
hafi enga þýðingu fyrir skógræktina. Tók ég fræ af sam-
tals um 20 tegundum villtra plantna, en nú mun ég fyrst
láta sá því og sjá, hvernig það kemur til, áður en um
það verður rætt frekara. Enn sem komið er, hefir engin
heildarflóra verið gefin út yfir gróður Alaska, en við
samanburð á tegundafjölda ýmissa ætta þar og hér, þykir
mér ekki ólíklegt, að þar vaxi um þrisvar sinnum fleiri
tegundir en hér á landi. Er því mjög sennilegt, að í Alaska
megi finna ýmsar jurtir, sem geti þrifizt jafn vel hér og