Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 55
HÁKON BJARNASON:
Stutt yfirlit
um 45 ára skógræktarstarf á íslandi
inngangur
Ég hefi oft orðið þess var, að marga hefir fýst að vita,
hvað unnið hefir verið í skógi'æktarmálum landsins frá
því að það starf var hafið fyrir 45 árum. Ennfremur hefi
ég stundum tekið eftir því, að ýmsir menn eru langtum
fáfróðari um þetta en þeir ætti að vera. Að vísu hefir
árleg skýrsla verið birt um þessa starfsemi í Ársriti Skóg-
ræktarfélags íslands undanfarin 10 ár, en þess er ekki
að vænta, að slíkt sé nægilegt til þess að gefa heildarsýn
yfir starfsemina. Til þess að ráða nokkura bót hér á, mun
ég gera ofurlitla grein fyrir því helzta, sem unnið hefir
verið á þessu sviði.
Á síðasta tugi aldarinnar, sem leið, ferðaðist Sæmund-
ur Eyjólfsson víða um land á vegum Búnaðarfélags Suð-
uramtsins og skrifaði ágætar greinar um athuganir sínar
í Búnaðarritið. Urðu þær til þess að glæða skilning manna
á óhyggilegri notkun landsins. Skrif og tillögur Sæmund-
ar léttu mjög undir fyrstu framkvæmdum í skógrækt, sem
hófust um aldamótin. (Sbr. Ársritið 1939, bls. 28.)
Árið 1900 kom lærður skógræktarmaður hingað til lands
í fyrsta sinn, og á því ári voru ýmsar framkvæmdir hafn-
ar í skógrækt fyrir atbeina tveggja framsýnna Dana.
Carl Ryder, fyrrum foringi í sjóliði Dana, var um nokkur
ár skipherra á gufuskipum hér við land. Hann vakti máls
á því við C, V. Prytz, prófessor í skógrækt við landbún-
aðarháskólann í Kaupmannahöfn, að sjálfsagt væri að