Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 56
54
gera einhverjar tilraunir með skógrækt hér á landi, sem
væri meira en nafnið tómt. Þeir tóku höndum saman og
öfluðu fjár til þess að hefja framkvæmdir og réðu til sín
vel lærðan mann, C. E. Flensborg, sem stjórna skyldi
verkum hér á landi. Hann starfaði síðan hér á hverju
sumri til haustsins 1906, og fram til þess tíma var talið,
að þeir Ryder og Prytz hefði á hendi yfirstjórn skóg-
ræktarmálanna hér. En Alþingi hafði styrkt þessa starf-
semi þeirra með æ hærri fjárframlögum, og á árinu 1907
voru sett lög um skógrækt og skipaður skógræktarstjóri
svo að upp frá því var yfirstjórn málanna hér heima. Vér
íslendingar megum fyrst og fremst þakka hinum tveim
framsýnu Dönum, að skriður komst á skógræktina hér á
landi, enda unnu þeir báðir að því með mikilli elju að út-
vega fé til starfsins áður en Alþingi fór að styrkja við-
leitni þeirra. Skylt er að geta þess, að um sama leyti og
þetta gerðist, var Sigurður heitinn Sigurðsson, búnaðar-
málastjóri, að hef ja undirbúning að gróðrarstöð Ræktunar-
félags Norðurlands við Akureyri, og Einar heitinn Helga-
son var þá einnig farinn að vinna nokkuð að trjárækt
hér syðra. En hætt er við að átök þeirra hefðu orðið
minni en þau urðu, ef þeir hefði ekki bæði notið hvatn-
ingar og beinnar aðstoðar í starfi sínu við trjáræktina
hjá C. E. Flensborg.
Agnar F. Kofoed-Hansen var fyrstur skipaður skóg-
ræktarstjóri hér á landi, og hafði hann það starf með
höndum fram til 1. marz 1935, er Hákon Bjarnason tók
við því. Skömmu eftir að Kofoed-Hansen var skipaður í
embættið komu fjórir ungir og nýútskrifaðir skógarverðir
honum til aðstoðar. Voru þeir látnir hafa búsetu sinn í
hverjum fjórðungi og var Einar E. Sæmundsen á Suður-
landi, Sumarliði Halldórsson á Vesturlandi, Stefán Krist-
jánsson á Norðurlandi og Guttormur Pálsson á Austur-
landi- Einn þessara manna er látinn fyrir um 20 árum,
tveir hafa látið af störfum, en Guttormur Pálsson er enn
skógarvörður á Hallormsstað. Nokkurir menn aðrir hafa