Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 57
55
gegnt skógarvarðarstörfum um stutt skeið, en nú eru
þessir menn í starfi: Einar G. E. Sæmundsen á Vöglum í
Fnjóskadal, Daníel Kristjánsson á Beigalda í Borgarfirði
og Garðar Jónsson á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Lengst af hafa fjárframlög til skógræktar verið skorin
mjög við nögl, svo að árangurinn af hinu 45 ára langa
starfi er langtum minni en hann hefði getað orðið með
ofurlítið hærra starfsfé. Árið 1934, er skógrækt hafði ver-
ið rekin hér í 35 ár, hafði alls verið varið kr. 400 þús-
undum til framkvæmda, eða rúmum kr. 11 þúsundum
árlega að meðaltali. Árið 1935—1945 hefir starfsféð
numið samtals kr. 824 þúsundum, eða kr. 82 þúsund að
meðaltali á ári. En hin síðari ár hefir verðbólgan fylli-
lega fylgst með hækkuninni í fjárlögum, svo að um raun-
verulega hækkun er vart að ræða.
Einstöku sinnum hefir Skógrækt ríkisins orðið fyrir
óvæntum höppum, svo sem þegar Kristian Krik gaf jörð-
ina Haukadal í Biskupstungum ásamt girðingu um allt
landið og ýmsum mannvirkjum, eða er Skógræktinni var
afhent girðing um allan Þjórsárdal, sem komið hafði verið
upp fyrir fé annarrar ríkisstofnunar. Er vert að geta
þessa með þakklæti.
Þegar litið er yfir skógræktarstarfsemina undanfarin
ár, er eðlilegt að skipta starfinu í sex eftirfarndi greinir
og ræða hverja fyrir sig:
1. Gróðursetning erlendra trjátegunda.
2. Friðun skóglenda.
3. Sáðreitir.
4. Uppeldi trjáplantna.
5. Kaup skóglenda.
6. Störf skógræktarfélaga.
GRÓÐURSETNING ERLENDRA TRJÁA
Fyrstu sjö árin, sem unnið var að skógrækt, og jafnvel
tvö til þrjú ár í viðbót, var lang mest stund lögð á að flytja
hingað erlendar trjátegundir og gróðursetja þær á nokkur-