Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 58
56
um stöðum, sem girtir höfðu verið í því skyni. Var eink-
um plantað í stöðvarnar á Þingvöllum, við Grund í Eyja-
firði og við Rauðavatn, en þar var gróðursett í félagi við
Skógræktarfélag Reykjavíkur. Ennfremur var gróðursett
í Mörkinni á Hallormsstað og á fáeinum öðrum stöðum.
Ástæðan til þess, að mest kapp var lagt á innflutning
trjáa, mun hafa verið sú, að á þeim tíma mun mönnum
ekki hafa litizt svo vænlega á birkileifarnar, að þeir bygg-
ist við miklum árangri af friðun þeirra, og svo var mönn-
um á þeim tíma, hvorki eins ljós veðurskilyrði hér á landi
sem nú, né heldur vissu menn eins gerla og síðar, hvaða
skilyrðum verður fyrst og fremst að hlíta við flutning
trjátegunda á milli staða.
Yfirleitt voru allar trjátegundir þær, sem reyndar voru
hér í upphafi aldarinnar, upp runnar frá stöðum, sem
höfðu allt annað veðurfar en hér er. Nokkurar undantekn-
ingar eru samt frá þessu, svo sem skógarfuran af vestur-
strönd Noregs, en þá komu plöntur eða fræ frá stöðum,
er höfðu all miklu meiri sumarhita. Annars virðist það
sjónarmið aðallega hafa ráðið við innflutning trjáplantn-
anna, að valdar voru tegundir, sem uxu á stöðum, þar
sem vetrarkuldi var mikill. Þannig var flutt hingað hvít-
greni frá Canada, fjallafura ættuð úr Alpafjöllum, lerki
austan úr Rússlandi og þar fram eftir götunum.
Þegar litið er á árangurinn af þessu starfi nú, 35—45
árum eftir gróðursetninguna, kemur í Ijós að það er mesta
furða, hvað vaxið hefir á hinum ýmsu stöðum, því að
auk þess, sem flestar tegundirnar voru upp runnar í
meginlandsloftslagi, þá var þeim alls staðar komið fyrir á
bersvæði nema því litla, sem gróðursett var á Hallorms-
stað. Samkvæmt þeim kenningum, sem nú eru efst á
baugi, um flutning trjátegunda milli staða, hefði árang-
ur af þessu starfi orðið sama og enginn.
f Rauðavatnsstöðinni er fjallafuran eina trjátegundin,
sem nokkurum þroska hefir náð. Samt er hún mjög lítils
vaxtar, en engan þarf að undra þótt, hún sé margstofna,