Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 59
57
því aS fjallafuran er runnur en eigi tré. Hún nær aldrei
meira en 8 metra hæð í heimkynnum sínum, og því má ekki
vænta mikils vaxtar af henni hér, allra sízt þegar hún
er nærri sjó eins og við Rauðavatn. Danir gróðursetja
hana aldrei nær sjó en 8 km á Jótlandi, en við Rauðavatn
er hún eigi fulla 3 km frá botni Grafarvogs. Á Þingvöllum
hefir fjallafuran náð miklu betri þroska, en þar er hún
um 4 metra á hæð, þar sem bezt lætur. Við Grund í Eyja-
firði hefir furan náð álíka þroska og á Þingvöllum, en í
Mörkinni á Hallormsstað hefir hún náð mestri hæð hér
á landi svo sem við mátti búast, þar sem hún vex í skjóli
skógar í gömlum skógarjarðvegi. Hún er nú um 6 m
að hæð.
1 stöðinni við Grund í Eyjafirði ber nú einna mest á
blæösp, sem er í óða önn að breiðast um landið með rótar-
skotum. Ekki er kunnugt, hvaðan hinar upprunalegu aspir
þar eru komnar. Blæöspin er ekki mjög hávaxin, og oft
er mikið kal á árssprotum hennar. Bendir það ótvírætt
til að hún sé komin hingað úr betra og heitara loftslagi.
í Grundarstöðinni eru fáein lerkitré, og þótt þau sé
nokkuð krækluð og hnýtt, eru þau samt sem áður hæsti
gróðurinn í stöðinni. I gróðrarstöð Ræktunarfélagsins á
Akureyri eru einnig fáein lerkitré, sem munu vera á svip-
uðum aldri, og þau eru líka kræklótt og illa vaxin. Þess
vegna er einkennielgt að sjá, hversu beinvaxin sama trjá-
tegundin er á Hallormsstað, en þar er lerkið mjög bein-
vaxið og hraðvaxta. Mismunur á vaxtarlagi getur að
nokkuru stafað af betri vaxtarskilyrðum á Hallormsstað,
en hann getur líka verið af því, að lerkitrén á Hallorms-
stað eru yfirleitt all mikið yngri og fræið, sem þau eru
sprottin af, getur hafa verið annars staðar upprunnið en
fræ hinna trjánna, og þykir mér sú skýring engu ósenni-
legri. En það er af Hallormsstaðarlerkinu að segja, að það
er einhver bezta trjátegundin, sem þar hefir verið gróður-
sett. Vöxturinn er undra hraður, og trén virðast kunna
vel við sig í hinu nýja umhverfi. Hæsta lerkitréð þar er