Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 60
58
nú 10 metrar og mun varla eldra en 25—30 ára. Önnur
álíka gömul tré eða yngri hafa vaxið ágætlega vel, og nú
eru til á Hallormsstað þrír litlir lerkitrjálundir, sem fer
stórum fram með hverju ári, sem líður. Hinn góði vöxtur
lerkisins hvatti skógarvörðinn til að halda áfram að rækta
lerki, og nú hafa nokkur þúsund þeirra verið gróðursett
í skóginum sunnan við Atlavíkina. Var það gert á ár-
unum 1937—1939, og lítur nú út fyrir að vér munum
eignast þar lítinn lerkiskóg áður en mörg ár líða, því að
meðalhæð hinna ungu trjáa eru um 2 metrar. Þess má
geta, að þrátt fyrir margar tilraunir með að gróðursetja
lerki sunnanlands, hafa flestar þeirra mistekizt til þessa.
Virðist lerkið eiga bágt með að fella sig við rakann og
umhleypingana hér syðra.
Á Hallormsstað er líka nokkuð af skógarfuru, sem að
líkindum er ættuð úr héraðinu norðan við Þrándheim í
Noregi. Mun fyrst hafa verið sáð til hennar árið 1905-
Mælingar, gerðar á þessum vetri, sýna meðalhæðina 6,4
metra, en hæstu fururnar eru 7,5 metrar. Þrátt fyrir
þenna góða vöxt er sýnilegt að fræið hefir verið tekið á
of suðlægum stöðum, því að bæði vill barrið verða óeðli-
lega stutt þegar illa árar, og svo hættir nálunum of mjög
til að gulna, ef eitthvað ber út af. Þess vegna eru meiri
vonir tengdar við þroska skógarfuru þeirrar, sem gróður-
settar voru á Vöglum undanfarin þrjú ár, en hún er alin
upp af fræi frá Maalselven í Noregi.
Geta má þess, að aristafura, sem ættuð er úr Kletta-
fjöllum Norður-Ameríku hefir náð góðum þroska á Hall-
ormsstað og hefir aldrei borið á að veðráttan hafi unnið
henni tjón. En hún er ákaflega seinvaxta, því að á 40
árum hefir hún eigi náð meir en 4 metra hæð, þar sem
bezt lætur.
Að endingu má eigi gleyma blágrenitrjánum á Hall-
ormsstað, sem voru gróðursett 1905. Þau eru ættuð ein-
hvers staðar úr Klettafjöllunum eins og aristatafuran en
hafa náð alveg ótrúlegum þroska. Því miður eru þau