Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 61
59
aðeins 5 talsins, sem nú standa þar. Vöxtur þessara trjáa
var mjög hægur framan af, en þegar þau fóru á annað
borð að teygja úr sér, hafa þau vaxið svo um munar.
Hæð þeirra hefir verið sem hér segir á undanförnum árum.
I ' ! rt' f I !
1921 1926 1929 1935 19U0 19 h5
1. 1,5 2,8 3,6 6,0 7,6 9,4
2. >> >> >> 5,4 6,6 8,5
3. y> >> >> 4,2 5,2 6,6
4. >> >> >> 3,2 4,5 6,3
5. >> >> >> 4,8 5,1 6,5
Öll barrtré, sem nú hafa verið nefnd, að skógarfurunni
undanskilinni, eru réttnefnd meginlandstré. Sakir þess er
ekki unnt að búast við betri vexti af þeim en raun hefir
orðið á. Og sannarlega er það undravert, að þau skuli
sum hver hafa náð þessum þroska hér á landi við allt
annað veðurfar en þeim er eðlilegt. Þegar nú verður farið
að ala upp barrtré af fræi frá stöðum, sem hafa sams
konar veðurfar og ísland og svipaðan sumarhita, má
búast við miklu betri árangri. Skal ekki farið nánara út 1
það mál hér, því að í annarri grein hér í ritinu er rætt bet-
ur um þessar tegundir. Þótt þess verði vandlega gætt, að
gróðursetja þessar tegundir í skjóli birkiskóga, sakar ekki
að minna á, að enn munu líða einn eða fleiri áratugir
áður en hilla sést undir framtíðarskógana.
FRIÐUN SKÓGLENDA
Fyrsta skógargirðingin var sett upp hér á landi árið
1905 á Hallormsstað. Var það aðeins lítil girðing, en árið
1907 var hún stækkuð mjög, og síðar hefir hún enn verið
stækkuð og nær nú yfir um 600 hektara skóglendis. Mikið
af því er nú ágætur birkiskógur, þar sem var lágvaxið og
bitið kjarr, eða nærri skóglaust land, fyrir 40 árum. Árið
1909 var Vaglaskógur í Fnjóskadal girtur og friðaður með
þeim árangri, að landið er gerbreytt frá því, sem áður