Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 62
60
var. Árið 1913 og 1914 voru nokkurar girðingar settar
upp, en svo varð hlé á því starfi þangað til 1924, en upp
frá því hafa ýmsar girðingar verið settar víðs vegar um
land. Var friðun skóglendis ásamt því, að koma upp sáð-
reitum, aðalstarf skógræktarinnar um all mörg ár. Fer
hér á eftir skrá yfir girðingar þær, sem nú eru á vegum
Skógræktar ríkisins að einhverju eða öllu leyti. Lýsir hún
betur en langt mál, hvað unnið hefir verið á þessu sviði.
Af skránni sést, að lengd girðinga er nú 174 km.
Flatarmál hins friðaða lands er um 233,6 ferkm, en skóg-
lendið sjálft er hins vegar eigi nema 34,6 ferkm, eða
3460 hektarar. Orsök þessa er sú, að mjög víða hefir ör-
foka land eða lítt gróið verið tekið með í girðingarnar til
uppgræðslu. Mjög víða um land allt er unnt að slá tvær
flugur í sama höggi, spara fé og taka margs konar land
til græðslu samfara friðun skóganna með því að hafa
skógargirðingarnar nokkuru lengri en brýnasta nauðsyn
krefur.
Um árangurinn af friðunarstarfinu er óhætt að segja,
að hann hafi verið frábær. Þar, sem friðunar hefir lengzt
notið, hefir skógur og kjarr vaxið langtum betur og hrað-
ara en menn munu nokkurn tíma hafa gert sér vonir um,
er starfið var hafið. Bæði á Hallormsstað og Vöglum eru
nú til víð svæði vaxin 5—-7 metra háum skógi, er sprottið
hefir upp af lágvöxnu kjarri eða nærri alveg skóglausu
landi á 30—40 árum. Mælingar hafa sýnt, að viðarvöxtur-
inn nemur frá 1 og upp í 1,3 teningsmetra á hvern hekt-
ara árlega. Sá vöxtur er sambærilegur við vöxt birkis um
norðanverða Skandinavíu, og sjálfsagt á vöxturinn enn
eftir að aukast, er trén fara að gildna næstu áratugina.
Á ýmsum stöðum, þar sem friðunar hefir ekki notið nema
á annan og þriðja áratug, virðist sem framfarirnar sé
langtum minni, en það er vafasamt að staðhæfa slíkt, því
að vöxturinn er venjulega lang hægastur framan af-
Þannig er t. d. enginn vafi á, að bæði í Þórsmörk og Goða-
landi er vöxturinn engu síðri en á Vöglum eða Hallorms-