Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 66
64
SÁÐREITIR
Skömmu eftir 1925 mun Kofoed-Hansen hafa dottið í
hug að reyna að sá birki á skóglaust land með því að
breyta eftir náttúrunni sjálfri. Hann tók eftir því, að
birkinýgræðing er helzt að finna á mótum gróins og ógró-
ins lands- Fræið er of lítið til þess að geta vaxið í miklu
graslendi, og ungviðið nær ekki þeim þroska á fyrsta ári,
að það geti lifað veturinn af á ógrónu landi sakir þess,
að holklaki verpur því um koll. Tók hann því það ráð, að
særa grassvörðinn með torfljá eða öðru verkfæri, svo
að ungviðinu stafi ekki hætta af grasvexti fyrstu árin.
Hins vegar var ekki rist alveg niður úr rótarþófanum,
til þess að holklakans gætti ekki. Og þá kom í ljós, að
birkinýgræðingurinn átti auðvelt með að vaxa.
Þetta virðist ekki stórkostleg uppfinning í fljótu bragði.
en því er nú oft svo varið með hina einföldustu hluti, að
þeir virðast liggja í augum uppi þegar á þá hefir verið
bent. Enginn vafi er á því, að þetta er mjög merk athug-
un, því að reynslan sýnir, að með þessari aðferð má rækta
skóg með sáningu á hvers konar graslendi. Sáningin er
fljótvirkust á hæfilega deigu landi, milli hálfdeigju og
þurrlendis, en hins vegar er aðferðin seinvirk á mjög
þurru Iandi. Samt sem áður verður hún að teljast örugg
þótt oft verði lengi að bíða eftir að plönturnar vaxi úr
grasi. Aðferðin hefir þann kost, að hún er ofur einföld
og ekki kostnaðarsöm. Á síðari árum hefir verið reynt að
finna ódýrari sáningaraðferð og lítur út fyrir, að þær
muni einnig heppnast. í Haukadal í Biskupstungum var
um hektari lands í þurrlendum og þýfðum móa herfaður
með diskherfi árið 1939. Var hann síðan látinn gróa af
sjálfsdáðum í eitt ár til þess að auka grasrótina og festa.
Vorið 1940 var tunnupoka af birkifræi sáð í landið, og
síðan var það valtað. Þarna varð prýðilegur grasvöllur
á næstu tveim árum, og var hann sleginn með sláttuvél
bæði sumurin. En ekki þótti fært að slá hann oftar, því
að þá fór að bera svo mjög á birkinýgræðingi. Síðan þetta