Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 67
65
var, hefir æ borið meira og meira á nýgræðingnum, og
nú lítur út fyrir, að þarna vaxi upp samfelldur skógur.
Á undanförnum árum hafa ýmsir sáðreitir verið girtir
víðs vegar um land. í sumum þeirra stendur nýgræðing-
urinn ágætlega, en á einstöku stað er minni árangur en
skyldi, en það er fyrst og fremst sakir þess, að ekki hefir
verið gætt nógu vel að sá aftur á þá staði, þar sem sán-
ingin hefir ekki tekizt nógu vel 1 fyrsta sinni. Sumir hafa
fundið það sáningaraðferðinni til foráttu, hversu seinvirk
hún væri. En öll skógrækt er seinvirk á mælikvarða manna,
og hvort það tekur áratugnum lengur eða skemur að koma
skógi upp, hefir enga úrslitaþýðingu. Aðalatriðið er að
koma skógi til að vaxa á einfaldan og ódýran hátt- Sán-
ingaraðferðin mun verða þýðingarmikill þáttur í skóg-
rækt hér á landi í framtíðinni.
Hér fer á eftir skrá yfir hina ýmsu sáðreiti, sem komið
hefir verið upp á undanförnum árum. Þeir eru fáir enn,
væntanlega verður lagt meira kapp á að fjölga þeim í
framtíðinni.
UPPELDI TRJÁPLANTNA
Á fyrstu árum Skógræktarinnar var talsvert alið upp
af plöntum hér á landi. Því miður eru engar skýrslur til
um það lengur, en mest mun hafa verið alið upp af er-
lendum gróðri. Þegar hætt var að gróðursetja í stöðvarnar
við Rauðavatn og Grund, lagðist þessi starfsemi að miklu
leyti niður, og um langt skeið voru aðeins tveir reitir starf-
ræktir, annar á Hallormsstað en hinn á Vöglum. Voru
þeir báðir litlir, um 1600—1700 fermetrar hvor. Eftir-
spurn trjáplantna var um mörg ár mjög lítil. Plönturnar,
sem úr reitunum komu, voru ærið misjafnar og oft krækl-
óttar, enda mun lítið hafa verið skeytt um að velja gott
fræ í reitina. Það mun eigi hafa verið fyrr en um 1930 að
farið var að safna fræi öðru hverju í Bæjarstað og ná-
grenni hans, en eftir 1935 hefir tæplega öðru birkifræi
verið sáð í gróðrarstöðvarnar, en því, er þaðan kom. Reyni-
5