Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 70
68
ur ár. Árið 1935 var komið upp vísi að gróðrarstöð í
Múlakoti, sem síðar var stækkuð árið 1938. Samtímis var
unnið að því, að koma Vaglareitnum aftur í rækt og
Hallormsstaðarreiturinn stækkaður. Þó vannst fremur lít-
ið framan af, því að lítið fé var ávallt til framkvæmda,
en í mörg horn að líta. Nú eru hinar þrjár gróðrarstöðvar >
hver um 7000 fermetra að flatarmáli, en um 1000 fer-
metra reitur er í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn. Dá-
lítill reitur er í undirbúningi við Varmahlíð í Skagafirði,
en aðalstöðin er nú að rísa upp á Tumastöðum í Fljótshlíð,
enda eru þar um 18 hektarar lands, sem nota má til trjá-
plöntuuppeldis, og ætti sú stöð ein að geta gefið af sér
nærri 2 milljónir plantna, þegar hún er fullræktuð.
Að nokkurum árum liðnum ætti að vera unnt að full-
nægja þörf landsmanna á trjáplöntum, a. m. k., hvað fjöld-
anum viðvíkur, en hinu má eigi búast við, að mikil fjöl-
breytni verði í tegundum fyrst um sinn. Enda er það ekki
starf skógræktarinnar að ala upp alls konar runna svo ,
sem ribs og sólber, þótt slíkt hafi verið gert undanfarin
ár sakir skorts á þessum gróðri. Verður þess vonandi eigi
mjög langt að bíða, að garðyrkjumenn geti tekið það upp-
eldi að sér. Sama máli gildir og um alls konar víði.
Framvegis mun einkum unnið að uppeldi birkis og
reyniviðar, auk þess, sem stund verður lögð á uppeldi
barrtrjáa frá Alaska, og raunar annarra trjátegunda það-
an, svo sem aspar, ef hún reynist sæmilega harðger í
íslenzku loftslagi. Ennfremur verður reynt að afla fræs
af trjám um norðanverða Skandínavíu og ef til vill austar.
Hér fer á eftir skrá um trjáplöntufjölda, sem afhentur
hefir verið úr stöðvum Skógræktar ríkisins frá því árið
1915 fram til 1945. Eitt ár, 1921, vantar algerlega skýrsl-
ur um. Þótti ekki ástæða til að greina plönturnar eftir
tegundum því að birkið er venjulega um 70%, reynir um
20% af framleiðslunni en aðrar plöntur, svo sem víðir og
rips, um 10%. Þó er þetta nokkuð á reiki frá ári til árs,
og hin síðari ár hefir hlutfallið verið nokkuð annað.