Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 71
69
Skrá yfir fjölda plantna úr gróðrarstöðvunum 1915—19í5.
Ar Plöntufjöldi 1915 11,600 Ár Plöntufjöldi 1925 3,300 Ár 1935 Plöntufjöldi 6,000
1916 1,500 1926 2,200 1936 5,900
1917 3,600 1927 4,000 1937 7,800
1918 9,900 1928 2,900 1938 21,700
1919 13,100 1929 3,700 1939 23,500
1920 3,000 1930 3,800 1940 27,300
1921 ff 1931 1,300 1941 33,900
1922 6,200 1932 5,500 1942 47,300
1923 7,000 1933 6,500 1943 58,100
1924 2,100 1934 8,500 1944 40,900
1945 60,110
Meðaltal.
1915 1924 — 6,400 1925 1934 — 4,400 1935 1945 — 30.200
Fram að þessu hafa allar plöntur í gróðrarstöðvunum
verið ræktaðar á sama hátt og venja hefir verið undan-
farin 40 ár, með því að rækta þær fyrstu tvö árin í fræ-
beðum og síðan næstu tvö ár í dreifplöntunarbeðum. Þessi
ræktun er all kostnaðarsöm og á stundum, í umhleypinga-
tíð, verða allmikil vanhöld. Með aukinni eftirspurn á
plöntum, sem verður áreiðanlega mikil innan skamms,
verður að reyna að finna upp einfaldari og ódýrari rækt-
unaraðferðir. Eftirspurn er eins og sakir standa um 100
þús. plöntur árlega, en verði unnt að lækka framleiðslu-
kostnaðinn má eiga víst, að eftirspurnin margfaldast, og
þegar hér við bætist, að líklegt má telja, að hafin verði
ræktun limgarða til skjóls fyrir garðávexti og viðkvæmari
gróður, mun þörf fyrir trjáplöntur enn aukast. Loks má
geta þess, að Skógrækt ríkisins verður væntanlega að
leggja mikið kapp á uppeldi erlendra barrtrjáa til gróður-
setningar í skóglendunum, og það mun einnig krefjast
mikils starfs og fjár á næstu árum.