Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 72
70
VM KAUP Á SKÓGLENDI OG EYDDUM LÖNDUM
Enn er alls óvíst, hvort það mundi borga sig fjárhags-
lega fyrir einstaklinga að friða og girða birkiskóga. Þótt
gera mætti ráð fyrir að skógarnir gæfi af sér rúman
teningsmeter af viði á hverjum hektara lands er fram
liði stundir, er óvíst með öllu, hvaða verðmæti sá viður
mundi hafa í framtíðinni. Sakir þess hljóta einstöku menn
að finna litla hvöt hjá sér til þess að ráðast í mikla skóg-
rækt, enda eru fáir svo vel efnum búnir, að þeir geti lagt
fram fé til mikillar friðunar. Auk þess er svo langt að
bíða eftir arði af skóglendi, að það eru eingöngu þeir menn,
sem hugsa í öldum en ekki árum, er mundu fúsir til að
leggja nokkuð af mörkum í þessu skyni.
Við friðun og ræktun skóglendis kemur og margt annað
til greina en viðarmagn það, sem úr þeim fæst er fram
líða stundir. Við friðunina verða og til margs konar önn-
ur þjóðfélagsleg verðmæti, sem einnig verður að muna
eftir- Samfara friðun eru stórkostlegar gróðurbætur á
landi, og sá gróður, sem vex upp, er bæði langlífari, sterk-
ari og viðnámsmeiri gegn eyðandi öflum, heldur en hinn
venjulegi grasgróður, sem hér er algengastur. Miðlun úr-
komunnar er og mjög þýðingarmikið atriði, þótt menn
hér á landi eigi sennilega erfitt með að átta sig á slíku,
en hún verður langtum jafnari, þar sem nokkur skógur
er. En jöfn vatnsmiðlun, þótt ekki sé nema á takmörkuð-
um svæðum, getur og aukið og margfaldað veiði í ám og
vötnum. Ýmis fleiri þjóðfélagsleg verðmæti verða og til
við friðunina, sem of langt yrði upp að telja, enda má
lesa nokkuð um þau í síðasta Ársriti í greininni Gróður
og menning.
Af því, sem hér hefir verið minnst á, hlýtur það að
vera Ijóst, að það er fyrst og fremst þjóðfélagið sjálft, sem
vinna verður að friðun og ræktun skóglendis. Þetta hefir
líka verið gert á undanförnum árum, en það hefir verið
framkvæmt með tvennu móti. Annað hvort með því, að
friða og girða lönd, sem eru í eigu þjóðfélagsins, eða með