Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 73
71
því að styrkja einstaklinga til að girða og friða lönd sín.
Til eru lög og reglugerðir, sem eiga að tryggja góða frið-
un á löndum þeim, sem friðuð hafa verið með styrkjum,
og sums staðar, þar sem slíkri friðun hefir verið komið
á, er góður árangur af því starfi. Hins vegar er því ekki
að leyna, að oft og tíðum hefir friðun skóglendis og eyddra
landa, er komið hefir verið á með framlagi úr ríkissjóði,
farið mjög á annan veg en til var ætlast. Og þrátt fyrir
lögin og reglugerðirnar hefir í framkvæmdinni reynzt
ókleift að beita þeim svo að gagni yrði. Er óhætt að full
yrða, að á ýmsum stöðum, þar sem friðun hefir verið
komið á með styrk hins opinbera, hafa orðið langtum
minni not af fé því, sem varið var í þessum tilgangi en
orðið hefði, ef hið opinbera hefði átt landið eða haft full-
komin umráð þess í hendi sér frá upphafi. Væri hægt að
sýna fram á það með ýmsum dæmum, þótt sleppt sé að
sinni.
Lönd, sem tekin eru til friðunar, hvort heldur er skóg-
lendi eða eydd eða örfoka lönd, eru venjulega minni að
verðmæti en girðing sú, sem upp er sett umhverfis þau.
Við friðunina eykst verðmæti lands mjög er tímar líða.
Er því ekki óeðlilegt, að sá aðilinn, sem kostar mestu til
friðunarinnar, fái einnig að njóta verðmæta þeirra, sem
skapast. Hér má bæta við, að þar sem friðuð lönd eru
í eigu einstaklinga freistar fljóttekinn gróði til þess, að
slakað sé á friðuninni þegar gróðuraukning fer að verða
sýnileg; stundarhagsmunir eru þá látnir sitja í fyrirrúmi
og það teygir uppgræðsluna á langinn.
Samkvæmt þessari reynslu hefir nokkuð verið unnið
að því undanfarið, að auka skóglendi ríkisins með því að
kaupa skóglendi en þó langtum minna en skyldi. Ef meira
fé hefði verið handbært til þess, mundi mikið af verð-
mætu framtíðarlandi vera orðin eign þjóðfélagsins. Við
skógakaup á undanförnum árum hefir verið lögð stund
á að eignazt sem mest samfellt skóglendi eða skóga, sem
lágu nærri hver öðrum. Þannig eru nú í Fnjóskadal og