Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 75
73
unnið gott og þarft starf. Árið 1930 er Skógræktar-
félag íslands stofnað á Alþingishátíðinni, en nokkurum
mánuðum áður var Skógræktarfélag Eyfirðinga stofnað
á Akureyri. Ári síðar er Skógræktarfélag Skagfirðinga
stofnað, en síðan liðu nokkur ár unz næstu félögin
bættust í hópinn. Eftir 1938 fjölgar félögunum ört og nú
eru 19 skógræktarfélög starfandi í landinu. Eru þau öll
innan vébanda Skógræktarfélags íslands.
Nú eru um 4000 manna í skógræktarfélögum landsins
og þótt margir sé fyrst og fremst styrktarfélagar, þá er
fjöldi manns um allt land, sem tekur virkan þátt í starfi
félaganna. Er óhætt að fullyrða, að aldrei fyrr hefir jafn
mikill fjöldi manns tekið virkan þátt í trjá- og skógrækt.
Störf félaganna hafa verið með ýmsu móti. Sum hafa
lagt stund á að girða og friða skóglendi, og hefir nokkur-
um orðið vel ágengt svo sem Skógræktarfélagi Eyfirðinga,
önnur hafa lagt stund á uppeldi trjáplantna eins og Skóg-
ræktarfélag Borgfirðinga, og enn önnur hafa það á stefnu-
skrá sinni að koma upp trjálundum við sem flest býli á
starfssvæði sínu.
Starfsfjár til framkvæmda hafa félögin aflað með ýmsu
móti auk þess, sem þau hafa notið nokkurs ríkisstyrks. Sá
styrkur er þó ekki nema hluti þess fjár, sem félögin hafa
aflað. Þegar félögin höfðu unnið fyrir um kr. 80 þús. árið
1939, hafði ríkisstyrkurinn samtals numið kr- 16 þús.
Þessi hlutföll kunna að hafa raskazt nokkuð hin síðari ár,
en víst er, að ef talið er með fé það, sem lagt hefir verið
í sjóði til eflingar skógræktinni í framtíðinni, þá koma enn
fleiri krónur nú en áður á móti hverri, sem varið hefir
verið til að styrkja félögin. En það er fyrst og fremst starfi
félaganna að þakka, bæði beint og óbeint, að síðan 1940
hefir um einni miljón króna verið varið af hálfu einstak-
linga og félagasamtaka til framkvæmda á sviði trjá- og
skógræktar og til sjóðsstofnunar í sama tilgangi. Á sama
tíma hefir hið opinbera varið kr. 1,4 milljón til skógrækt-
ar, og er þá talið starfsfé Skógræktar ríkisins, laun starfs-