Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 77
75
manna hennar og styrkur til skógræktarfélaganna, með
öðrum orðum, allt framlag hins opinbera til þessara mála
frá 1940 til 1945, en það er að meðaltali kr. 230 þús. á ári.
Verður ekki annað sagt, en að ekki hallist á félög og ein-
staklinga, og sýnir þetta vel, að hið opinbera mætti enn
herða róðurinn og leggja meira af mörkum til þessara
mála.
Aðalstarf skógræktarfélaganna víðs vegar um land hefir
fyrst og fremst verið að auka skilning manna á nauðsyn
þess, að bæta landið og fegra, gera það frjórra og byggi-
legra,og fá menn til þess, að hamla á móti hinni ofboðslegu
rányi'kju, sem hér hefir átt sér stað frá upphafi íslands
byggðar. Með starfi sínu hafa félögin vakið ást og trú
margra á landið og gróður þess, og með starfi sínu munu
félögin brátt sýna, að það sé ekki erfitt að græða landið
að nýju, ef nógu margir ganga að því starfi með áhuga.
Hér fylgir að lokum skrá yfir girðingar hinna ýmsu
skógræktarfélaga. Þær eru yfirleitt eigi víðáttumiklar, en
þær eru dreifðar um allt land, og munu með tímanum
sýna, hvers konar gróður getur vaxið og dafnað í íslenzkri
mold.
NIÐURLAG
Að endingu gæti það verið hollt, að rifja upp fáein at-
riði úr búskaparsögu íslendinga til þess að það megi verða
enn Ijósara, að nauðsyn ber til að taka bæði skógrækt og
hvers konar landgræðslu miklu fastari og alvarlegri tök-
um en hingað til hefir verið gert.
Á þeim rúmum þúsund árum, sem þjóðin hefir búið í
landinu, hefir gróðurlendi þess minnkað a. m. k. um helm-
ing, úr 34 þús. ferkm. í 17 þús. ferkm. Samfara þessu hafa
gæði hins gróðurberandi lands, sem enn er til, minnkað
svo mjög að þau eru ekki nema brot af því, er þau voru
í upphafi. Orsökin til gróðureyðingar og gróðurskemmda
er fyrst og fremst of mikil níðsla á landinu. Gróðrinum
hefir verið ofboðið með of mikilli áhöfn og óskynsamlegri