Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Side 81
79
verið „eldsuppkoma hin fyrsta í Heklufelli. Veturinn eftir
kallaður sandfellsvetur," og árið 1157 er aðeins nefnt að
Hekla hafi gosið 19. janúar og landskjálfti hafi orðið. En
4. desember 1206 gaus Hekla í þriðja sinn, og „sást eld-
urinn til vors; eldgangur mikill með stórdynkjum, vikur-
falli og sandrigningu víða um sveitir.“ Og þarf varla að
efa, að allir skógar í nágrenninu hafi þá spillzt að meira
eða minna leyti. Árið 1223 varð enn Heklugos og ekkert
sagt um það annað, en „sól var rauð að sjá.“
Árið 1294 gaus Hekla í fimmta sinn með svo miklu
vikurfalli, að „ganga mátti þurrum fótum yfir Rangá af
vikrarfalli. Víða í lóninu, og þar sem afkastaði straum-
inum í Þjórsá, var svo þykkur vikurinn að fal ána.“ Og
sex árum síðar (1300) varð svo eitthvert hið mesta Heklu-
gos, að því er heimildir herma. Hófst gosið 10. júlí og var
eldurinn uppi nærri tólf mánuði ... „í þeim eldi léku
laus björg stór sem kol á afli, og af samkomu þeirra urðu
brestir svo stórir, að heyrði norður um land og víða ann-
ars staðar. Þaðan fló vikur svo mikill á bæinn í Næfur-
holti, að brann þak af húsum.“ Má því geta nærri, hversu
farið hefir þá um skóga og annan gróður á þeim slóðum.
Árið 1341 hófst „eldsuppkoma í Heklufelli 10. maí-
mánaðar með svo miklum fádæmum af öskufalli, að
eyddust margar sveitir þar í nánd.“ . . . Sumar heimildir
telja, að eyðzt hafi fimm hreppar, er næstir lágu, en flestir
þó sennilega um stundarsakir. Þá varð enn 1389—1390
„eldsuppkoma í Heklu með svo miklum fádæmum af gný
og dunum, að heyrði um alt land. Eyddust [Eystra-JSkarð
og Tjaldstaðir af bruna. Öskufall svo mikið að margur
fénaður dó af, var svo mikið vikrarkast að sló hest til
bana. Færði sig rásin eldsuppkomunnar úr sjálfu fjall-
inu og í skóginn litlu fyrir ofan [Eystra-]Skarð og kom þar
upp með svo miklum býsnum, að þar urðu eftir tvö fjöll
og gjá á milli“ . . . Vigfús fræðimaður Guðmundsson
frá Keldum, sem kunnugur er á þessum slóðum, segir
fjöll þessi heita Trippafjöll. Árið 1436 „kom eldur upp