Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 82
80
í Heklu og er sagt hann hafi tekið af átján bæi á einum
morgni norður undan Keldum.“
Á sextándu öld er talið að Hekla hafi gosið fjórum sinn-
um: 1510, 1554, 1578 og 1597. En mest urðu spjöllin af
fyrsta og síðasta gosinu, og þó einkum því fyrsta, 1510.
Hófst gosið 26. júlímánaðar með miklum jarðskjálftum.
Af hlaðinu í Skálholti „var allt loftið glóandi að sjá
sem það væri í einum loga af eldsflugum og glóandi stein-
um .... Þrír glóandi steinar komu í Vörðufell, nær
Helgastöðum, og maður rotaðist fyrir karldyrum í Skál-
holti, margir steinar féllu um Holt og Rangárvelli og í
Odda komu þrír steinar. Maður bjó í Mörk á Landi, sem
Eysteinn Brandsson hét, hann flýði í þessum eldgangi
með konu sína og maður með honum; maðurinn drapst á
flóttanum, en Eysteinn kom konunni undir melbakka og
breiddi yfir hana föt og þófa, en komst sjálfur með harð-
fengi til bæja, en þó mjög barinn og stirður." Gosið 1597
hófst 3. janúar og sáust átján eldar í fjallinu af sumum
bæjum. Stóð gosið fram í marzmánuð, en reykur sást upp
úr Heklu fram um Alþingi.
Hér verður nú lítið eitt staldrað við.Af því, sem tínt
hefir verið til hér að framan, verður ljóst, að á árunum
1294 til 1597, eða á röskum þrem öldum, hefir Hekla
gosið níu sinnum. Engan þarf að furða, þó að skógar í
námunda hennar hafi goldið mikið afhroð, er svo skammt
leið á milli sumra þessara gosa. Einkum hafa þó spjöllin
orðið mest, er vikri og ösku rigndi yfir skógana laufgaða.
En björkin er undra lífseig og lætur eigi hlut sinn þótt
eldi og brennisteini rigni. Mundu því Næfurholtsskógar
hafa náð sér furðu fljótt, er lengra leið á milli gosa, ef stillt
hefði verið í hóf um skógarhögg, og einhver hemill hafður
á beitinni.
ELZTU ÍTÖIC NÆFURHOLTSSKÓGA.
Sennilegt má telja, að ýmsir bændur úr neðri hluta Holta
og Rangárvalla hafi þegar á f jórtándu öld, og ef til villfyrr,