Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 83
81
leitað upp í Næfurholtsskóga til þess að afla sér viðar.
Varðveitzt hafa tvenn gögn frá lokum fjórtándu aldar er
sanna þetta.
1 máldagabók þeirri, sem jafnan er kennd við Vilkin
biskup í Skálholti [1394—1405],og talin rituð um 1397, er
svo að orði komist um ítök Áskirkju í Holtum að hún eigi
„fjórðung í öllum skógum, er Næfurholti fylgja,“ og er
það tekið orðrétt upp í máldaga kirkjunnar 1480. [Forn-
brs., IV.62; VI, 322]. í afsals- og ítaksbréfi um Gunnars-
holt, sem dagsettt er 7. október 1398 að Ási í Hotlum, eru
meðal ítaka Gunnarsholts taldir „tveir skógar í Næfur-
holtsjörðu." Og í kaupbréfi um Gunnarsholt og Lágafell í
Landeyjum, dagsett á Reyðarvatni 12. júní 1475, er þetta
sama ítak talið Gunnarsholti og kirkjunni þar. [S.h., III.
636; V., 792].
En þó að eigi þekkist fleiri samtíma skjalgögn um ítök
einstakra jarða á sömu slóðum, þykir sennilegt að ýmsir
bændur hafi þá þegar tryggt sumum þeim jörðum, er síð-
ar koma við sögu, rétt til viðarhöggs í Næfurholtsskógum.
Hins vegar voru dæmi þess, að höggið var þar í heimildar-
leysi. Jón skáld Hallsson í Næfurholti er fékk Rangárvalla-
sýslu 1522, stefnir sama ár Þórði Hallssyni „til Hvols í
Hvolhreppi á þingstað réttan“ undir þann dóm, sem hann
nefnir yfir honum .... „fyrir þær sakir sem eg kæri til
þín [þ. e. Þórðar], að þú hefir gripið eða stolið í mínum
skógi í Næfurholti fimm reisur eða svo oft sem þú getur
afbatað .... ”[S.h. IX., 108]. En kona Jóns, Hólmfríð-
ur frá Dal, Erlendsdóttir, hafði þetta ár gefið honum
Næfurholt til ævinlegrar eignar; hún hafði áður átt Einar
sýslumann Eyjólfsson í Stóradal. [Smævir IV., 420].
Frá 1591—1626 var séra Sigurður Einarsson prestur
á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Samkvæmt „meðkenningu”
hans, sem síðar getur, hafði Breiðabólstaðarkirkja þá
eignazt a. m. k. þrjá skógarteiga í Næfurholtslandi. Og í
vísitazíu Brynjólfs biskups Sveinssonar, 30. marz 1641
6