Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 84
82
varðandi Oddastað, er fyrst nefnt skógarítak Oddakirkju:
Oddagljúfur í Næfurholtslandi.
Áður en lengra er haldið, verður getið lítilsháttar þriggja
Heklugosa, sem urðu á seytjándu öld. Varð hið fyrsta
síðustu daga júlímánaðar 1619. Hið næsta hófst 8. maí-
mánaðar 1636; „varaði langt fram á vetur og gerði mik-
inn skaða þar í kring.” Sðasta gosið varð þeirra lang
mest. Hófst það 13. febrúarmánaðar 1693, og „gekk þá svo
mikið á sem fjallið ætlaði um koll .... óteljandi eldflug
með glóandi grjótkasti; voru sumir steinarnir eigi mjög
stórir, en aðrir svo stórir sem hús, og' flugu fulla mílu
frá fjaliinu, sprungu svo og féllu til jarðar .... Fjórir
eldar sýndust koma úr fjallinu í fyrstu, síðar einn og svo
þrír. Sandfallið gekk einlægt fram í miðjan marz, en mist-
ur og þess á milli eldgos sáust allt fram í ágúst ....
Engjar, hagar og skógar í nálægum héruðum skemmd-
ust mjög, svo að fjöldi jarða lagðist í eyði á Landi, í
Hreppum ofarlega og í Tungum.“
Verður brátt vikið að skemmdum Næfurholtsskóga,
því að nú er komið að fyrstu öruggu heimildunum, sem
fræða oss um þá: Jarðabók þeirra, Árna prófessors
Magnússonar og Páls lögmanns Vídalíns um Rangárvalla-
sýslu, er saman var tekin á árunum 1708— 1710.
tJR JARÐABÓK ÁRNA OG PÁLS.
Hér verður byrjað á að taka upp úr jarðabókinni sumt
af því, sem skráð er þar um Næfurholt og helzt þykir
máli skipta.
Þá er alkirkja í Næfurholti1) „og embættað níunda
hvern helgan dag til jafns við Leirubakka og Klofa“ í
Landsveit. Jörðin er metin 60 hndr. að dýrleika og land-
skuld 80 álnir. Eigendur jarðarinnar eru tveir: Arn-
i) Um 1200 er komin kirkja í Næfurholti, sem sjá má af skrá
Páls biskups Jónssonar um kirkjur þær í Skálholtsbiskupsdæmi, er
prest þarf til að fá. [Fornbrs, XII. bls, 7.].