Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 85
83
grímur prestur Pétursson að Heylæk í Fljótshlíð „vegna
sinnar egtakvinnu, Ragnheiðar Markúsdóttur að hálfri,“
en Einar lögréttumaður ísleifsson að öðrum helmingi.
Er Einar þá talinn eiga heima í Ási í Holtum, en mun um
sama leyti hafa flutzt að Suður-Reykjum í Mosfellssveit
og bjó þar síðan.
Ábúandi er Þórarinn Brynjólfsson og frá honum staf-
ar lýsing sú á skógi jarðarinnar, sem hér verður tekin
upp orðrétt:
„Skóg á jörðin mikinn að víðáttu, brúkandi til kola-
gerðar, selur ábúandi hann með leyfi eiganda nokkurum
mönnum úr Mýrdal, flestum þó úr Landeyjum til kola-
gerðar og betala fyrir hverjar 5 og 6 tunnur sumir V,
sumir IV, sumir III álnir. Uppber ábúandi skógartoll-
ana og segir sér þá lagða af eigöndum, og eigi að standa
fyrir tíundum, því [að] jörðin sé meira tíunduð en hún
þyki verð vera. Skógartollarnir kynnu að hlaupa sig í
meðallagi um árið (eftir sögn ábúanda) hér um 60 álnir.“
Ef reiknað er með að 5]4 tunna af kolum kosti 4 álnir að
jafnaði, selur ábúandi á ári 82tunnu af kolum og f jár-
hæðin alls 20 álnum lægri en hann greiðir í landskuld á
ári. Er sennilegt að ábúandi hafi eigi kært sig um að
telja meira fram, því að þá hefði komið í Ijós að hann
sæti leigulaust á jörðinni.
Samkvæmt fornri venju voru fjórar tunnur af kolum
talinn hestburður og verður þetta þá röskvir 20 hestburðir
á ári, sem Þórarinn í Næfurholti seldi. En meðalbóndi
var talinn nota um hestburð eða fjórar tunnur af kolum
á ári til Ijádengslu. Hafa þá a. m. k. um 20 bændur úr
Mýrdal og Landeyjum sótt árlega kol að Næfurholti.
Frásögn Þórarins í Næfurholti um, að jörðin eigi skóg
„mikinn að víðáttu," mun miðuð við þann skóg, sem jarðar-
ábúanda er heimilt að nota, Heimaskógmn svo nefnda, og
er það örnefni enn kunnugt. En skógarítökin samanlögð
munu sízt hafa verið minni að víðáttu. Telur jarðabókin
upp tvo staði og seytján jarðir einstakra manna, sem