Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 88
86
setum kirkjunnar, sem eru þrír, með orðunum hér að ofan
að ítakið sé „af mönnum næsta eytt.“
4. Stórólfshvoll. Þar er kirkjustaður, en á jörðinni býr
eigandi hennar, Erlendur Jónsson .. . Þar er talið að
kirkjan eigi „tvö skógarítök í Næfurholtslandi, eru köll-
uð Hvolsskógar. Er annað ítakið af blásturssandi foreytt
og að engu gagni, hitt að litlu til kolagerðar, hefir því
grandað yfirfall af vikri úr Heklu, hvar af skógurinn
visnar upp, þar með hefir hann og eyðzt fyrir yrking
manna smám saman.“ .. . Sex hjáleigur fylgja jörðinni:
Gata, Kornhús, Stóra- og Litla-gerði, Króktún og Þing-
hóll og sinn ábúandi á hverri þeirra. En Erlendur átti og
fleiri jarðir: Bergvað, hluta í Stóra-Moshvoli, Eystri-
Garðsvika (allar í Hvolhreppi) og hluta í Fíflholti vestra
í V.-Landeyj um, og eru ábúendur fimm. Þá er talið að
kirkjan eigi tvær jarðir: Daufþekju og Miðkrika og sinn
ábúandi á hvorri og hafa báðir vafalaust notað ítakið.
En sennilegt þykir og, að hjáleigubændurnir, svo og land-
setar Erlendar, hafi í leyfi hans, sem var umráðamaður
kirkjunnar, notað ítökin svo þau eyddust smám saman
„fyrir yrking manna“.
5. Miðhús í Hvolhreppi. Bændaeign og ábúendur tveir.
. . . „Heyrt þykjast menn hafa að jörðin ætti skógarítak
í Næfurholtslandi, kallað Miðhúsatorfa, en hefir aldrei í
manna minni brúkað verið, veit og enginn fyrir víst hvar
er, eigi heldur, hvort þar er nokkur eða enginn skógur.“
6. Efri-Hvoll. „Bæirnir eru fjórir í einu þorpi, fimmti
er í eyði og hefir verið 7 eða 8 ár.“ Ábúendur fjórir . . .
„Skógarítak á jörðin í Næfurholtslandi, heitir Efra-Hvols-
skógur, er að miklu leyti eyddur, bæði af brúkun og vikurs
áfalli úr Heklu.“
7. Völlur í Hvolhreppi. . . . „Bænhús (hálfkirkja) hefir
hér verið. . . . Húsið er fyrir löngu á burt og tóftarstæðið
slétta grund.“ . . . Bændaeign og ábúendur tveir. . . .
„Skógarplátz í Næfurholtslandi nærri Glerhaus, þykir