Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 89
87
mönnum nú sem stendur varla nýtandi til kolagerðar,
hefir spillzt af Hekluhlaupi.“
8. Reynifell. .. . Þar segjast menn hafi heyrt, að bæn-
hús (hálfkirkja) hafi verið til forna . . . „en enginn veit
nær bænhúsið er niðurfallið.“ . . . Eigandi jarðarinnar er
kirkjan á Keldum og ábúandi einn. . . . „Skóg á jörðin
eftir tiltölu í Keldna kirkju skógi.“
9. Keldur. .. . „Þar er alkirkja og embættað hverja tvo
helga daga að tveim hlutum við Gunnarsholt.“ Jörðin
bændaeign en ábúandinn: síra Gottskálk Þórðarson [prest-
ur í Keldnaþingum 1690—1736]. .. . „Skógarítök eru
sögð eitt í Bjólfelli að vestan í Næfurholtslandi, annað og
svo í Næfurholtsjörðu, norðar og nær bænum, kallað
Bakkaskógur, þriðja líka í sömu jarðar landi, er nefnist
Fitlingaholt, fjórða fyrir utan Rangá við Landmanna-
hrepp heitir Sandsholt. Skógarítökin eru brúkandi til eld-
ingar, varla kolagerðar.“ Þá er tilgreint rekaítak og fylgir
svo hljóðandi athugasemd: „Hvort greind skóga og rek-
ans ítök tilheyra kirkjunni að Keldum eða jörðunni,
kunna menn ekki að segja.“ En eftir því, er að ofan
segir um Reynifell virðast skógarítökin talin kirkjunni.
Tvær Keldnahjáleigur eru þá í byggð: Króktún og Tunga,
og sinn ábúandi á hvorri. Auk Reynifells á kirkjan á
Keldum einnig Rauðnefsstaði, Stokkalæk, sem hvor um
sig er einbýlisjörð, og Sandgil, sem „lagðist í eyði fyrir
19 árum af blásturssandi.“ Þá er Bolholt lénsjörð prests-
ins til Keldna- og Gunnarsholtssókna. Allar þessar jarðir
eru í Rangárvallahreppi og sennilegt, að ábúendur þeirra
hafi notað skógarítök þau, sem að ofan getur.
10. Reyðarvatn vestasta.1) Þar er bænhús (hálfkirkja)
og embættað þar af Keldnaþinga presti „þegar heimafólk
er til sakramentis“. . . . Bændaeign og einn ábúandi. .. .
i) Mið-Reyðarvatn, Skálholtsstólsjörð, var þá nýfarin í eyði, og
Reyðarvatn austasta, gamalt eyðibýli, hafði staðið þar sem Kongs-
hóll kallast, en land hennar fallið undir Mið-Reyðarvatn.