Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 90
88
„Skógarítak í Næfurholtslandi, þar sem heitir Þórunnar-
háls til jafnaðar við jörðina Brekku [á Rangárvöllum].
Skógurinn verður brúkaður til eldiviðar, varla kolagerð-
ar, þó hefir það svo verið hingað til. Hefir hann eyðzt af
blæstri og brúkun manna, fyrrum var hann betri, þó ekki
raftviðartekja." .. . Spámannsstaðir hét „hjáleiga frá
þessu Reyðarvatni . . . eyðilagðist til fulls fyrir 16 árum
eða þar um.“
11. Brekkur. Bændaeign og einn ábúandi. .. . „Skógar-
ítak í Þórunnarhálsi í Næfurholtslandi til jafns við Reyð-
arvatn.“ .. . Eigi er vitað hvers konar samband hefir
verið millum þessara jarða, að þær skuli eiga til jafns
sama skógarítakið. .. . í túni jarðarinnar hefir staðið
hjáleiga, kölluð Skrafsagerði, en „lagðist í eyði fyrir 20
árum að vísu“.
12. Gunnarsholt. .. . Þar er alkirkja, jörðin bænda-
eign og ábúendur tveir. . . . „Skógarítök tvö í Næfurholts-
landi, sá eini kallaður Gunnarsholtstorfa, annað vita menn
ekki að greina. Skógurinn sá vissi er brúkandi til elding-
ar, ekki kolagerðar, hefir fyrrum nokkuð betri verið, en
eyðzt bæði af yrking manna og vikri úr Heklu.“ .. .
Þrjár eru taldar hjáleigur jarðarinnar: Kornbrekkur,
Eystri- og Vestri-Gunnarsholtshjáleiga (báðar í túninu) ;
eru tvær þeirra í byggð og ábúendur tveir, en Eystri-
hjáleigan „eyðilagðist fyrir 17 árum“.
13. Stóra-Hof. . . . Þar var hálfkirkja fyrir 5 eða 6
árum, en „bænhúsið af fallið. .. . Bændaeign og ábúendur
þrír. .. . „Skógarítak í Næfurholtslandi, kallað Hofs-
torfa, er nú að mjög litlu gagni. .. . í túninu hefir býli
verið, kallað Hofshjáleiga. .. . Eyðilagðist fyrri 13 árum
eða þar um.“
14. Odcii. „Beneficium og kirkjustaður. . . . Ábúandi er
staðarhaldarinn, prófasturinn síra Bjarni Halldórsson“
[1697—1723]. .. . „Skógarítak eitt í Næfurholtslandi,
kallað Oddagljúfur, er brúkandi til eldingar, varla kola-