Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 91
89
gerðar. Annað skógarítak á Búrfellshálsi í Hreppum.1)
... Sjö hjáleigur fylgdu staðnum og eru sex þeirra í
byggð: Oddahóll, Kumli, Langekra, Tröð, Dvergasteinn
og Vindás, ábúendur jafnmargir, en sjöunda hjáleigan,
Kragi, þá nýfarin í eyði. Þá á Oddakirkja 16 jarðir og
flestar þeirra í Rangárvallahreppi, tvær í Vestri-Land-
eyjum, þrjár í Hvolhreppi og hálfir Efri-Hamrar í Holt-
um, en alls eru ábúendurnir seytján.
15. Gröf. . . . Bændaeign og tvíbýli. . . . „Skógarítak
lítið á jörðin í Næfurholtslandi, kallað Grafartorfa, er að
nokkuru til eldingar, til kolagerðar varla, jafnvel ekki.“
16. Geldingalækur. .. . Þar á bænhús að hafa staðið,
„en fyrir elztu manna minni er það affallið.“ Eigandi
jarðarinnar er Erlendur bóndi Jónsson á Stórólfshvoli,
en ábúendur tveir. . . . „Skógarítak í Næfurholtslandi,
kallað Geldingalækjartorfa, er brúkandi til eldingar, kola-
i) í vísitazíii Jóns biskups Vídalíns, 23. ágúst 1704, segir svo:
„Framar á kirkjan skóg í Þórsmörk í Engidal, annan skóg á Búr-
fellshálsi fyrir utan Þjórsá, þriðja skóg fram hjá Sandártungu, [allir
nefndir í Vilkinsmáldaga 1397], fjórða skóg að Oddagljúfri í Næfur-
holtslandi." Er því eigi grunlaust um, að skógarítökin tvö, sem undan
eru felld í jarðabókinni, sé- þá eydd eða gagnslaus með öllu. A. m. k.
er vitað með vissu, að Sandártunga í Þjórsárdal fór í eyði 1693 „þegar
Hekla brann síðast, og eyðilagði þessa jörð með svo miklu sand-
falli yfir allt hennar land, að ekki var sauðhagi eftir í landinu, því
heldur meira," [Jarðabók Árnessýslu]. — Annars þykir rétt að
taka hér upp athyglisverða klausu, sem hnýtt er aftan við Odda-
staðarhjáleiguna Vindás og er á þessa lund: „Af Oddahjáleigu sér-
hverri nema Oddahól hefir staðarhaldarinn látið taka tað til áburð-
ar á heimatúninu og til eldiviðar 30 hesta, sem hefir í skyldu nafni
viðhaldizt það menn minnast inn til fyrir fáum árum, þá var það eigi
gert og eigi síðan nema frá Kumla." Varla verður þetta skilið á
annan veg en þann, að „eldiviðurinn" hafi verið þurrkuð skán. Hefir
staðarkotungunum því verið nauðugur einn kostur, að afla sér annars
eldiviðar og í því skyni sótt hann í staðarskógana á meðan þar var
af einhverju að taka. Mætti því gizka á, að þá fyrst hafi staðarhaldari
hætt að hirða eldivið kotunga sinna, er sumir staðarskógarnir voru
upp urðir, en aðrir í mikilli eyðileggingu.