Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 92
90
gerðar ekki, skóginum spillti síðasta Hekluhlaup, var
áður gagnlegur til kolagerðar." . . . Þá er Staðarkot í
byggð, upphaflega byggt úr Geldingalækjarjörðu og eign
sama manns. Þá á og Erlendur tvíbýlisjörðina Ægisíðu
í Holtum, og eigi ósennilegt, að þessir þrír landsetar hans
hafi fengið að nota ítakið að einhverju leyti.
17. Víkingslækur. .. . Bændaeign og ábúendur tveir. .. .
„Skógarítak í Næfurholtslandi, varla brúkandi til eld-
ingar, ekki kolagerðar.“
18. Árbær í Holtum. . . . „Er sundurdeildur í þrjú
býli,“ þ. e. heimajörðina „með afbýlunum Helli og Vestur-
hjáleigunni (svo kallaðri).“ . . . Alkirkja er á heimajörð-
inni, sem er bændaeign ásamt afbýlunum og ábúendur
fjórir. . . . „Skógarítak á þessi jörð, kallast Árbæjartorfa
í Næfurholtslandi. Hefir verið í manna minni brúkað af
eigöndum jarðarinnar bæði til húsaáreftis og kolagerðar,
nú segja menn það nærri eytt, og er ekki nú brúkað.“
19. Ás í Holtum. . . . Kirkjustaður. „Eigandinn er Einar
ísleifsson á [Suður-]Reykjum [Mosfellssveit] vegna sinnar
egtakvinnu, Kristínar Bjarnadóttur, að gjöf hennar föð-
urs í heimanmund 1707,“ og býr Bjarni á jörðinni. . . .
Landskuld er sögð óviss, „því að eignarmenn hafa langa
tíð á [jörðinni] búið.“ Úr jörðinni eru byggð þessi býli:
Hóll, Sel, Ásmundarstaðir, Ásmúli, Framnes og Hellna-
tún, alls sex og ábúendur jafnmargir, en tvö eru þá í
eyði: Kot og Imbukot. . . . „ítak á jörðin í Næfurholts-
skógi sc. [suilicet = það er] fjórðu hverja hríslu, og er
hann mjög eyddur, svo varla er til kolagerðar." .. . Fyrr-
um var það kirkjan, sem átti „fjórðung í öllum skógum,
er Næfurholti fylgja,“ en nú er það jörðin, sem á fjórðu
hverja hríslu í Næfurholtsskógi.
NOKKURAR ATHUGASEMDIR.
Af því, sem hér hefir verið tínt til úr jarðabókinni um
ítök einstakra jarða, verður Ijóst, að mjög eru Næfur-
holtsskógar teknir að eyðast á fyrsta tug átjándu aldar,