Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 93
91
jafnvel er þar minnst á þrjú ítök, sem týnd eru með öllu,
og enginn veit framar, hvar verið hafa. Hvergi er þá raft-
viður fáanlegur, hafði þó í manna minni verið í Árbæjar-
torfu og jarðareigendur notað hann til húsaáreftis. Virð-
ist aðeins um lélegt kjarr að ræða víðast hvar, megin
hluti þess aðeins nýtandi til eldiviðar, þó að lesa megi á
milli línanna, að enn sé þar víðast hvar gert til kola.
En þó að ýmsir ítakseigendur vilji láta skína í, að
Heklugosið síðasta hafi mjög spillt skógunum, þá viður-
kenna margir, að þeir hafi eigi síður „eyðzt fyrir yrking
manna og brúkun,“ eins og það er orðað. Hér vann og
enginn smáhópur að. Þegar sleppt er Breiðabólstað og
Odda — þ. e. öllum þeim, sem ætla má að notað hafi ítök
staðanna, og víðar lágu en í Næfurholtslandi —, telst
svo til, að um 58 bændur, sumir að vísu smáir, hafi notað
ítök þeirra 17 bændajarða, sem að ofan getur, og auk
þess eigi grunlaust um, að átta bændur hafi, a. m. k. á
stundum, flotið með í skjóli sumra ítakseiganda.
Annars er það athyglisvert um þessi mörgu ítök, að
þau eru öll tekin frá Næfurholti án þess að nokkuð komi
í móti. í mörgum kirknamáldögum frá elztu tíð og þó
einkum í jarðabókinni, má sjá að ítök eru á ýmsan hátt
gagnkvæm: skógarjarðir tryggt sér engjablett, torfristu,
hrossa- eða nautabeit og jafnvel fóður ákveðins gripa-
fjölda, gegn tilteknu skógarítaki, eða ákveðinni tölu viðar-
hesta á ári. Engu slíku er til að dreifa um Næfurholt. Og
því undarlegra virðist þetta, þegar vitað er með nokkurn-
veginn vissu, að frá því snemma á öldum var um litlar
eða engar utantúnslægjur að ræða á jörðinni.
Þegar jarðabókin er tekin saman, virðast slægjur utan
túns með öllu þrotnar. . . . „Heyskap sækir ábúandi til,
oftast á afrétt í leyfi og fyrir líðun Landmanna, er af-
réttinn þykjast eiga.“ .... Ekki er þó heyskapurinn
meiri en svo, að „fódrast á heyjum fjórar kýr,“ enda er þá
nýlega komið jarðfall í túnið „og sýnist horfa til meiri
spjalla af vatnságangi.“