Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Side 94
92
En þó að heyskapurinn sé ekki beysnari og að „hög-
um grandar sandur og vikur,“ er Næfurholtsábúandinn
langsamlega fjárríkasti bóndinn í allri sýslunni. „Kvik-
fénaður" hans er sem hér segir: „níu kýr, ein kvíga, tvö
naut þrevetur, eitt naut á annan vetur, einn vetrungur,
163 ær, 39 gimbrar, 10 sauðir gamlir, 35 þrevetrir, 26
tvævetrir, 28 veturgamlir, 65 lömb, 8 hestar einn foli,
fimm hross [hryssur], átta unghryssur, tvö folöld,“ og
þarf varla að ætla ábúanda að hafa talið fleira fram en
hann átti.1)
En öllum þessum fénaði, að fjórum kúm undanskild-
um, verður að fleyta fram á útigangi, sem vitanlega verð-
ur ekki gert á annan hátt en þann, að þrautbeita skóg-
og kjarr-lendi jarðarinnar. Og þó má sjá, að ekki hefir
þótt nóg aðgert um beitina af hálfu ábúanda, því að tvær
hjáleigur höfðu verið byggðar úti í landi jarðarinnar og
vafalaust í þeim tilgangi einum, að nýta landið betur. Var
önnur þeirra, Háls . . . „fyrst byggð hérum fyrir 28 ár-
um,“ en „eyðilagðist fyrir 14 eða 15 árum vegna hey-
skaparleysis,“2) hin, Breiðholt, byggðist „fyrir 20 árum
eða þar um. Byggingin varaði fá ár.“ . . . En hvorug
„kann aftur byggjast vegna slægjuleysis . . . því að hey-
skapur er enginn.“
1) Sá, sem næst kemst Þórarni í Næfurholti um framtal, er Brynj-
ólfur Þórðarson [Thorlacíus] á Hlíðarenda og munar þó ærið á sauð-
peningi þeirra. Kvikfénaður Brynjólfs er: 15 kýr, tvær kvígur tvæ-
vetrar mylkar, tvær veturgamlar, eitt fjögurra vetra naut, fjórir ung-
kálfar, 119 ær, 32 gimbrar veturgamlar, sjö sauðir gamlir, 27 þre-
vetrir, 32 tvævetrir, 31 veturgamall, 15 hestar, tveir þrevetrir, tveir
tvævetrir, tveir veturgamlir, 11 hross og eitt unghryssi .. . en „fóðr-
ast kann á heyjum 28 kúa þungi.“
2) . . . „Sögn er þó, að Háls hafi verið sami bærinn og landnáms-
iDærinn „Þórunnarhálsar“, og er það líklegt, því að upp yfir bænum
er hálsahryggur sá hinn mikli, er gengur inn frá Bjólfelli," segir Brynj-
úlfur Jónsson frá Minnanúpi í grein um eyðibýli á Rangárvöllum,
sem birtist í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1898, (bls. 9.).