Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 96
94
þau heiti, hvar þau sé að finna og hvaða jarðir geti lög-
helgað sér þau. í því skyni hefir hann snúið sér til sýslu-
manns að fá tilnefnda menn, er gerzt máttu um þetta vita,
svo að skjalfesta mætti. Raunar finnst ekki neitt um
þetta í bréfabók Sigurðar. En í skoðunargerð varðandi
skógarítökin og framkvæmd var 1840, sem síðar getur,
er vitnað í „Næfurholtsskógaskipta-skikkunarbréf frá
sýslumanni Þorsteini sál. Magnússyni dateruðu 29. maí
1765, samt skógaskiptabréf af 7. júní s. á.“, og getur varla
verið öðrum til að dreifa en Sigurði að fá slíku til leiðar
komið. Þetta „skógaskiptabréf“, eða öllu heldur skrá, er
merkileg um margt. Þar er hvert ítak nafngreint og sum
jafnframt staðfærð, auk þess sem tilfærð eru þar ítök,
er ókunnugt var um áður. Verður skráin því tekin
hér upp:
NÆFURHOLTSSKÓGA-SKIPTABRÉF 7. JÚNÍ 1765.
1. Grafar-ítak: — Grafartorfa.
2. Stóra-Hofs-ítak: — Hofstorfa.
3. Gunnarsholts-ítök tvö: — 1. Gunnarsholtstorfa, 2.
ónefnt.
4. Vatnsdals-ítak: — Vatnsdalsskógur.
5. Geldingalækjar-ítak: — Geldingalækjartorfa.
6. Keldna-ítök þrjú: — 1. Bjólfell vestan, 2. Bakka-
skógur, 3. Fitlingaholt.
7. Stórólfshvols-ítök tvö: — Hvolsskógar.
8. Skálholtsskógar utan Hraunteigs: — 1. Myrkviði,
2. Nýgræður, 3. Lambatangi.
9. Brekkna- og Reyðarvatns-ítak: — Þórunnarháls
vestan.
10. Breiðabólstaðar-ítök fimm: — 1. Staðar- Markhlíð,
2. Melfell, 3. Melfellskrókar, 4. Langafell að vestan,
5. Staðarvellir.
11. Efra-Hvols-ítak: — Efra-Hvolsmosar.
12. Ás-ítak sex: — 1. Þórunnarháls norðan, austan og of-