Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Side 99
97
varla kolagerðar, raftviður ekki . . .“ Næst kemur Heys-
holt og Vindás og um þær sagt: „Skóg ut supra“, þ. e.
skóg sem að ofan getur. Hjallanes rekur lestina og segir
um hana: Slcóg ut supra öðrum stólsjörðum ... .“ í staðar-
nafnaskrá jarðabókarinnar eru Staðarmelar staðfærðir í
Landmannahreppi, en örnefni þetta mun ekki þekkjast
lengur. Þó að engin athugasemd fylgi um skógarnot fyrstu
stólsjarðanna þriggja, verður að ætla að þær hafi einnig
notað ítakið. Hins vegar er Staðarmelaskógi þann veg
lýst, að hann hefir varla haft fleirum að miðla en stóls-
landsetum innan hreppsins, a. m. k. um það leyti, sem
jarðabókin var gerð, hvað sem fyrr kann að hafa verið.
Ekkert skal fullyrt um, hvar stóllinn hefir tryggt öðr-
um landsetum sínum í Rangárþingi skóg til kolagerðar
eða annarra búsþarfa. Stólslandsetarnir eru ekkert að
flíka slíku við þá, sem jarðabókina tóku saman, enda virð-
ist þeim tamara að skýra frá göllum ábýlisjarða sinna og
kvöðum þeim, sem ábúðinni fylgja. En orðalagið í skránni
hér að ofan: „Skálholtsskógur utan Hraunteigs“, mætti,
ef til vill, skiljast á þann veg, að Hraunteigur sé gamalt
ítak stólsjarðanna, en hin þrjú bætzt við síðar, eftir því
sem skógurinn í Hraunteig eyddist.
Áður en skilist er við Sigurð landþingisskrifara verður
að nefna bréf eitt sem hann ritar Þorsteini sýslumanni
17. dag janúarmánaðar 1766. Efni bréfsins er í þremur
póstum og upphaf hins síðasta svo hljóðandi: . . . „3° Þar
eg er þreyttur orðinn að skrifa og skrafa um skógabrúk-
un, heldur meina nú ráðlegast að brúka náttúrulögmálið
fyrir skógalög, vil eg finna upp á annað yrkisefni og
leita leiðréttingar og uppfræðingar um sveitar fátækra
framfæri", og er allur síðari hluti bréfsins þar að lútandi.
[Sig. Sig. Bréfabók II. bls. 27].
Virðist mega lesa milli þessara fáu lína, að Sigurður
hafi eigi verið alls kostar ánægður með ,,skógabrúkun“
manna, og því leitað munnlega og skriflega til sýslumanns
um einhverjar úrbætur. Hvergi er þó vikið að þeim málum
7