Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 100
98
i
í bréfum Sigurðar til sýslumanns, sem bréfabókin geymir,
og rituð eru frá því að lögfesta Næfurholts var innfærð
í bókina og til bréfs þess, sem að ofan getur. Verður því
hvorki vitað nú, hvað þeim sýslumanni hefir farið á milli,
né hvað Sigurður á við, er hann telur „ráðlegast að
brúka náttúrulögmálið fyrir skógalög." Hins vegar er
eigi grunlaust um, að þetta varði Næfurholtsskóga, og
að Sigurði þyki þar nóg aðgert um skógarhöggið........
Sbr. og lögfestu hans hér að framan, þar sem „sérílagi
fyrirbýðst jarðarinnar eiginlega skógarplátz yrkja og
brúkun.“
En nú var þess skammt að bíða, að Hekla færðist í auk-
ana og léti til sín heyra.
HEKLUGOSIÐ 1766 0. FL.
Gos þetta hófst árla morguns hinn 5. apríl. Gaus þá
sandi og glóandi vikursteinum með stórbrestum, elding-
u.m og reiðarslögum. Vikursteinar um þrjár álnir að um-
máli köstuðust tvær mílur frá fjallinu; hjá Næfurholti
féll brunasteinn, sem óg 7^/2 pund, svo djúpt í freðna jörð,
að ná varð honum upp með járnkarli. . . . þá kom álnar
djúpur sandur umhverfis Heklu og 30 mílur frá henni
varð öskufallið hálf alin sums staðar, svo eyðilagzt hefði
nálægar sveitir, hefði ekki á sama degi suðlægur vindur
bægt mekkinum norður til fjalla. Eyddust þó á skammri
stundu fimm bæir í Rangárþingi, þar af þrír í Landsveit:
Merkihvoll, Ósgröf og Skarfanes. Einnig fóru af bæir
í Árnessýslu, þ. á. m. kirkjustaðurinn Tungufell. Þá sand-
kól birkiskóg og skrælnaði hann upp. Nutu hans áður tíu
eða tólf kirkjusóknir...Ytri-Rangá stíflaðist af vikur-
falli, og flóði yfir nágrennið, er hún braut stífluna.
Eftir hádegi 5. apríl sjatnaði öskugosið nokkuð, en fjallið
spýtti í sífellu sandi og hraunmolum til 9. apríl. Þá æstist
gosið enn meir og sáust stundum 18 eldar í senn. Brauzt
þá fram hraun úr Heklu og rann til SSV. og stefndi á
Geldingafjöll. Gosin héldu áfram allan mánuðinn, og hinn