Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 101
99
21. apríl var hæð öskumökksins mæld og var þá 16 þús.
fet. Eftir það tók að draga úr gosunum, en héldust þó
allt sumarið og fram á haust. .. .
Vafalaust má telja, að í þessum hamförum Heklu hafi
hinar lágu og strjálu kjarrleifar, sem enn voru eftir af
Næfurholtsskógum, spillzt stórum. Var því meiri nauð-
syn þá, en nokkuru sinni fyrr að banna þar allar skógar-
yrkju um nokkurra ára skeið. En að því mun eigi hafa
verið horfið, og kjarrið höggvið eftir sem áður, að því, er
ráðið verður af frásögn Sveins læknir Pálssonar um Næf-
urholtsskóga og lesa má í ferðabók hans.
Á ferð sinni til Fiskivatna sumarið 1795 kom Sveinn
Pálsson að Næfurholti og hafði þar náttstað. . . . „Þaðan
héldum við meðfram Næfurholtsskógum, fagurri fjalls-
hlíð, sem að miklu leyti er eydd af stormviðrum, skriðu-
föllum og vikri úr Heklu. . . . Næfurholtsskógurinn er
illa farinn og mun eyðast með öllu, því að hann nær ekki
að vaxa aftur í hinum lausu fjallahlíðum. Hins vegar
stendur Selsundsskógurinn föstum rótum á hrauni, sem
liggur hvorki undir uppblæstri né vatnagangi, og því mun
hann haldast við lýði, þótt menn geri það, sem þeir geta,
til að eyða honum.“ [Ferðab. bls., 650.].
Um heyskapinn í Næfurholti segir svo á öðrum stað:
• • . „1 Næfurholti er aðeins hægt að heyja túnið, sem
telst þó ekki fóðra nema tvær kýr. Aðrar slægjur eru eng-
ar.“ [S. h., bls. 228.]. Hefir þá töðufengurinn rýrnað um
helming frá því jarðabókin var tekin saman, svo að
treysta verður sem fyrr á útigang. Er því sízt að furða
þó að Næfurholtsskógur sé illa farinn, og eigi erfitt upp-
dráttar, er skemmdaröfl náttúrunnar, mannshöndin og
sauðartönnin leggjast á eitt um að eyða honum.
í Fiskivatnaferð sinni kom Sveinn Pálsson í Sölva-
hraun, og segir það „nokkuð gróið grasi og birkikjarri.
Voru þar fyrrum góðir hagar fyrir stóðhross, en þau
féllu veturinn 1784, og sést þar nú engin skepna. Hraun
þetta er kennt við kerlingarnorn, sem dvaldist þarna langa