Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 102
100
hríð, fjarri öllum mannabyggðum, og kallað Salvarar-
hraun, eða stytt í Sölvahraun." [S. h., bls. 650.] . . . Er
eigi ósennilegt að þarna hafi verið hrossaganga frá
Næfurholti.
En þó að Næfurholtsland héldi áfram að blása upp, var
samt reynt að halda við byggð á hjáleigunni Hálsi. Vorið
1778 reisti þar bú ungur bóndi, er Jón hét, (f. 1772), son-
ur Brands, bónda í Næfurholti (f. 1726) Jónssonar. Bjó
Jón Brandsson fá ár að Hálsi, því að kominn er hann að
Næfurholti 1802, en Háls hélzt áfram í byggð, og er enn
búið þar 1811, en 1816 er jörðin komin í eyði. — Jón
Brandsson bjó síðar í Næfurholti, og sagt hann ætti sauð-
fé margt, en fluttist þaðan 1826 að Klofa á Landi og and-
aðist þar 19. apríl 1828.
STÓLSJARÐIR SELDAR.
Á árunum 1790—1798 voru allar jarðir Skálholtsstóls
í Rangárþingi seldar einstaklingum og eignuðust þá jarð-
irnar ítök þau í Næfurholtsskógum, sem Skálholt hafði
átt. Ábúendur stólsjarðanna, en svo voru þær nefndar
áfram, notuðu sér ítökin eftir sem áður, og sízt með
minni forsjá en fyrrum, er hver hjó eftir sinni vild á
meðan af einhverju var að taka. Var þess og skammt að
bíða, að sum ítökin gengi til þurrðar. Mun Hraunteigur
hafa orðið harðast úti, og allur skógur þar upprættur á
öndverðri nítjándu öld, svo sem brátt getur. Sama var
og að gegna um ítök einstakra jarða í Næfurholtslandi,
að þeim var í engu hlíft, en skógurinn höggvinn vægðar-
laust, unz hann var víðast hvar upprættur með öllu.
Á öðrum tug nítjándu aldar virðist þó mönnum farið
að skiljast, að eigi muni allt með felldu um yrkingu skóga
í Rangárþingi, og að þar horfi senn til algerðrar auðnar
verði ekki tekið í taumana. Af þeim rótum mun runnin
friðun Þórsmerkur með bréfi Suðuramtsins, 7. dag jan-
úarmánaðar 1818, þar sem bannað var, að í Þórsmörk
væri fyrst um sinn „tekinn nokkur sem helzt viður,“ og