Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 106
104
nefni menn, er athugi og semji álitsgerð „over den i
Hraunteig opvoxende Kratskov m. m.“ . . . Varð sýslu-
maður við þeirri beiðni og tilnefndi í því skyni, 26. s. m.,
þá Loft hreppstjóra á Kaldbak og Jón bónda í Stóra-Klofa,
og er þess sérstaklega getið, að tilnefningin sé send Jóni
í Selsundi. [Bréfabók, Rang., I., 5, nr. 454.].
Bréf Jóns í Selsundi finnst ekki á meðal bréfa þeirra,
sem vísað er til í bréfabókinni, svo að ekkert verður full-
yrt um, hvort þess hafi verið farið þar á leit, að skógar-
ítök einstakra jarða í Næfurholtslandi yrði athuguð jafn-
framt nýgræðingnum í Hraunteig. Þó er sennilegt, að svo
hafi verið, og að Jón í Selsundi hafi þar bent á nafna sinn
í Stóra-Klofa, er þekkja mundi flestum öðrum betur til
allra stðhátta í Næfurholti varðandi skógarítökin1) . . .
Hér verður þá tekin upp
ÁLITSGERÐIN UM HRAUNTEIG,
og er hún í beinu framhaldi af skoðunargerð ítakanna
hér að framan:
„Árið 1840, þann 20. maí, var af okkur undirskrifuð-
um, eftir skriflegri skikkan viðkomandi sýslumanns af
26. marz — fyrirtekin og framkvæmd skoðun á ný-
sprottnu hrísi í skógarplátzinu Hraunteig í Næfurholts-
landi, er áður var Skálholtsskógarítak, að hvað miklu leyti
hann þola kynni yrkingu framvegis, samkvæmt forlíkun,
er skeði að Odda þann 7. desbr. 1839 á millum eftirskrif-
aðra, nl. á eina síðu nefndrar jarðar eiganda, að hálfu
bónda Jóns Jónssonar Selsundi og af hinum helfingi vegna
prestsins, síra Jóns Steingrímssonar í Hruna, eftir full-
magt Mr. bónda Guðmundar Þorsteinssonar í Hlíð, en á
i) Jón í Stóra-Klofa var sonur Jóns Brandssonar f Næfurholti,
fæddur á Hálsi 3. maí 1798 og síðan uppalinn í Næfurholti; hann
kvæntist 21. júlí 1824, Guðrúnu (f. 29. okt. 1798) Halldórsdóttur
b. á Leirubakka, Auðunssonar, og bjuggu þau fyrst á Stampi, hjá-
leigu frá Galtalæk. Voru þeir nafnar því svilar, Jón í Stóra-Klofa
og Jón í Næfurholti.
1