Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 107
105
aðra síðu stólsjarðaábúanda, prestsins sr. Jóhanns Björns-
sonar á Vestri-Kirkjubæ, candidat G[ísla] J. Einarssonar á
Selalæk og forlíkunarmanns S[tefáns] Sveinssonar á
Varmadal vegna þeirra sjálfra og annarra stólsjarða-
ábúenda, nefnil. E.-Kirkjubæjar, Ketilhúshaga og Heiðar,
um, að téðir stólsjarðaábúendur ásamt Næfurholts fái
að höggva skóg 1 nefndum Hraunteig, þegar hann álítz
svo vaxinn, að með sparsemd yrkja megi.
Að nákvæmri yfirskoðun nefnds skógarplátz álítum við,
að yrkja megi á 5 næstkomandi árum á 18 hesta árlega,
er skiptist þannig millum téðra jarða eftir þeirra dýrleika:
Selalækjar 3 hestar, Varmadals 3 hestar, Vestra-
Kirkjubæjar 3 hestar, Eystri-Kirkjubæjar 2 hestar, Ketil-
húshaga 2 hestar, Heiðar 2 hestar, Næfurholts 3 hestar.
Þetta hrís álítum við haganlegast, að upptekið sé norð-
arlega í skógarplátzinu, þar sem skógurinn er nokkuð
kalinn og sandur gengur á.
Ut supra
Jón Jónsson. Loftur Loftsson.
Viðstaddir:
Jón Jónsson, J. Björnsson, [prestur V.-Kirkjub.]
[Selsundi], G. Einarsson, [Selalæk].
S. Sveinsson, [Varmadal].
Af ,,forlíkun“ þeirri, sem minnst er á í álitsgerðinni,
og fram fór í Odda 7. dag desembermánaðar 1839, má
ráða, að deilur hafa risið um hið „nýsprottna hrís“ í
Hraunteig. Hafa eigendur Næfurholts, og þó einkum þeir
feðgar, Jón 1 Selsundi og Jón í Næfurholti, litið svo á, að
ítakaréttur stólsjarðanna væri niður fallinn, er allur skóg-
ur var þar upprættur, ábúendur stólsjarðanna flúnir
þaðan og önnum kafnir við að gera hinum öðrum ítökum
stólsjarðanna sömu skil. Á meðan unnið var að því, sem
vel gat tekið tvo áratugi eða lengur, hafa gamlar bjarka-