Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 108
106
rætur í Hraunteig vaknað til lífsins og rótarteinungum
þeirra tekist, þrátt fyrir hlífðarlausa beit, að vaxa svo
úr grasi og þéttast, að landið byrjaði að klæðast skógi
að nýju, og nokkurar vonir um, að sá nýgræðingur héldi
áfram að breiðast út og hækka, ef hann fengi að njóta
verndar enn um skeið.
En er svo var komið um hin önnur ítök stólsjarðanna
í Næfurholtslandi, að upprættur var allur skógur í Ný-
græðum, Lambatangi með kalöngum einum, og Myrk-
viði því sem næst á þrotum, hafa stólsjarðaábúendur á
Rangárvöllum litið hýru auga nýgræðinginn í Hraunteig
og hugsað gott til að geta nú hafizt handa um að höggva
þar að nýju. Gegn því hafa svo Selsundsfeðgar beitt sér,
og bannað allt skógarhögg í Hraunteig með þeim rökum,
að hið „nýsprottna hrís“ væri eign jarðarinnar Næfur-
holts sem og allur annar gróður hennar. En á þau rök
hafa ábúendur stólsjarðanna eigi viljað fallast, og talið
ítaksrétt sinn í Hraunteig enn í fullu gildi. Um þetta hefir
svo verið þráttað, unz málsaðiljar hafa komið sér sam-
an um að stefna deilunni fyrir sáttafundinn í Odda, sem
að framan getur.
Þar mun Jón í Selsundi hafa haldið fast fram, að ný-
græðingurinn í Hraunteig væri eign Næfurholts, en til
málamiðlunar fallizt þó á, að leyfa stólslandsetunum á
Rangárvöllum að höggva lítið eitt í Hraunteig, ef athug-
un þar til kvaddra manna leiddi í ljós, að eitthvað mætti
þar höggva nýgræðingnum að skaðlausu. Og til þess að
tryggja þetta enn betur, hefir Jón í Selsundi fengið sýslu-
mann í lið með sér að láta meta, hve mikið högg nýgræð-
ingurinn í Hraunteig mundi þola fyrst um sinn.
Verður og eigi annað sagt, en að stillt sé í hóf um skóg-
arhöggið í tillögum þeirra Lofts og Jóns, þó að hins vegar
skjóti ærið skökku við að leggja til, að „hrísið sé upptekið
norðarlega í skógarplátzinu, þar sem skógurinn er noklc-
uð kalinn og sandur gengur á,“ því að vitanlega hefði
þeim hluta Hraunteigs verið þörf á allri þeirri vernd, sem