Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 109
107
kostur var á. En þessu munu þeir Selsundsfeðgar hafa
ráðið, og þá haft í huga að nota sér sem mest beitina í
Hraunteig á meðan nýgræðingurinn héldi áfram að hækka
og þéttast.
Annars er athyglisvert, að Næfurholt skuli tekið með í
tölu þeirra jarða, sem lagt er til, að fái að höggva í Hraun-
teig. Gæti það bent til þess, að Heimaskógur jarðarinnar
sé þá upprættur að mestu, enda er hans í hvorugri álits-
gerðinni að nokkuru getið.
ÁTÖK UM HRAUNTEIG.
Brátt kom í ljós, að sumir stólsjarðaábúandanna, er að
samningunum stóðu í Odda, virtu þá að vettugi og fóru
sínu fram um hrístöku í Hraunteig. Tók þá Jón í Selsundi
til sinna ráða og ritaði sýslumanni svo hljóðandi bréf:
„Velbirðigi hr. sysselmann!
Bóndi Stefán [Brynjólfsson] á Eystra-Kirkjubæ hefir
án míns leyfis sótt við á 3 hesta í Hraunteig — bóndi
Ketill [Jónsson] í Ketilhúshaga á 2 hesta — vinnumaður
Ólafur Jónsson á Vestra-Kirkjubæ á 4 hesta. — Ég lofaði
í vetur á forlíkuninni að ljá á 2 eða 3 hesta hverjum þeim,
sem byggi á 20 hundruðum. — Sömuleiðis hafa menn og
hestar utan af sandi sézt, sem hafa þangað farið til að
rífa þar lyng eða taka þar upp skóg, eða þá máske hvort
tveggja. — Svo hafa líka Efra-Hvolsmenn, Steinn [Steins-
son] og Jón [Jónsson eða Einarssonf sótt á 5 hesta við,
líkast til í Ás-ítaka.
Þetta allt hefir fram farið á meðan ég var ei heima —
óska því þénustusamlegast yðar álitz á, hvort þessara
manna fyrirtæki sé þeim leyfilegt. — Haldist þetta við
afsegi eg að hafa nokkura umsjón með skóga.
Selsundi, dag 24. júní 1840.
Jón Jónsson. [Bréf, Rang. II., 7, nr. 518.].
Bréfi þessu svaraði sýslumaður 20. ágúst þá um sum-
arið og er svar hans svo látandi: