Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 110
108
„Yðar bréf til mín frá 24. júní seinastl. áhrærandi, að
nokkurir Rangárvalla- og Hvolhrepps innbúar hafi, sum-
part leyfislaust, sumpart yfir fram þann við sættanefnd
inngengna samning, tekið í yðar fjærveru skógarvið úr
Hraunteig, svarast þannig:
Þar þér, með því að innganga samninga fyrir sætta-
nefnd um skógaryrkingu í Hraunteig, hafið gerzt máls-
partur með eignartilkalli að því hrísi, sem þar vex, og
hvar af þetta kærumál rís, þá virðist mér hæfilegast að
þér sækið þessa sök gegn viðkomöndum á löglegan hátt
án minna frekari afskipta, utan hvað dómaraverk áhrær-
ir þegar sökin er löglega undirbúin. — Að öðru leyti
megið þér vænta allrar þeirrar aðstoðar, sem lög leyfa
til að hamla ólöglegri skógaryrkingu í Hraunteig. . . . “
[Bréfab., Rang., III., 7, nr. 575.].
Af bréfum þessum verður ljóst, að á sættafundinum
í Odda hafa aðiljar óbeinlínis viðurkennt tilkall Næfur-
holtseiganda um nýgræðinginn í Hraunteig jörðinni til
handa, með því að stjólsjarðaábúendunum, hverjum fyrir
sig, var gert að skyldu að sækja um leyfi til Jóns í Sel-
sundi að mega höggva ákveðna tölu viðarhesta á ári í
Hraunteig, og Jóni jafnframt falin umsjá með skógar-
högginu, og auk þess eftirlit með öðrum skógarleifum í
Næfurholtslandi, að því, er ráðið verður af lokaorðum
kæru hans.
Hefir Jóni því gramizt og hlaupið kapp í kinn, er hon-
um varð kunnugt um, að stólsjarðaábúendurnir hirtu ekk-
ert um nýgerða samninga, en héldu upp í Hraunteig og
hjuggu þar eftir eigin geðþótta. Mun hann og hafa gert
sér ljóst, að tæki hann ekki málið föstum tökum og kærði
sökudólgana, mundu fleiri á eftir sækja og sama óreiðan
haldast áfram um skógarferðir manna og skógarhögg
eins og tíðkazt hafði um óra langa hríð.
„Fyrirtæki" Efra-Hvols bænda, eins og Jón orðar það