Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 111
109
í kæru sinni, er nærtækt dæmi um, hversu litið var þá
á eignarrétt manna, að því er Næfurholtsskóga varðar.
Álitsgerðin um skógarítökin telur Efra-Hvolsmosa í
flokki þeirra ítaka, sem þá „eru upprætt og uppblásin.“
Efra-IIvolsbændur áttu því ekki að neinu skógarítaki að
hverfa þar efra. En þeir gerðu sér lítið fyrir, laumuðust
í kjarrleifar, sem var ítak annarra jarðar og stálu þar
viði á fimm hesta. Segir Jón, að það muni hafa verið í
Ásítaki. En af sex ítökum þeirrar jarðar eru þá fimm í
sama flokki og Efra-Hvolsmosar, (þ. e. „upprætt og upp-
blásin“), en hið sjötta, Hólaskógur, aðeins „með kalöng-
um“, svo að varla hefir þar verið um auðgan garð að
gresja.
Annars virðist Jón í Selsundi hafa haldið svo á málum
þessum, að eigi hafi komið til frekari árekstra að sinni.
Verður því að ætla, að hinir brotlegu hafi fallizt á að
hlíta framvegis fyrirmælum hans um skógarhöggið, og
Jón þá látið sakir niður falla um sinn.
Næsta sumar virðist og allt snurðulaust um skipti Jóns
og stólsjarðaábúanda varðandi Hraunteig. En sumarið
1842 koma nýir menn við sögu, sem Jón kærir fyrir
óleyfilega hrísupptöku í Hraunteig, og er kæra hans til
sýslumanns svo hljóðandi:
„Hér með gefst yðar veleðlaheitum til kvnna: að í gær
tóku upp í Hraunteig hrísungviði á 2 hesta, Einar Ein-
arsson og Ólafur Einarsson á Moshvoli án leyfis. Ég
leiddi votta að, nefnilega: Jón bónda í Næfurholti og
Þórð bónda á Hálsi og vinnukonu mína, Guðrúnu Jóns-
dóttur. 1 nefndra votta viðurvist tók ég hrísið, sendi svo
til hreppstjórans Lofts á Kaldbak, hver að skoðaði nefnt
hrís og hans meðfylgjandi álit yfir það hér með fylgir.
Allt svo óska ég: að nefndir menn, Einar og Ólafur
Einarssynir á Moshvoli, verði löglega sektaðir fyrir þessa
hrísupptöku og betali þar að auk allan kostnað til mín og
annarra þessu máli viðkomandi 2 rbd. s[ilfur] mfyntar].