Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 112
110
Ég meina að nefndur Einar hafi verið ráðandi fyrir
þessu verki og Ólafur gert eftir hans tilmælum og áeggjan.
Selsundi 23. júní 1842.
Jón Jónsson.
Til sýslumanns E. Sverrisen.“
En yfirlýsing Lofts hreppstjóra hljóðar svo:
„Eftir ósk bóndans, Jóns Jónssonar á Selsundi, var ég
undirritaður d[ags] dfato] til staðar í skógarplátzinu
Hraunteig til þess að álíta hrís, er hann og vitnin: Jón
Jónsson Næfurholti, Þórður Sturlaugsson á Hálsi og Guð-
rún Jónsdóttir segja (að) Einar Einarsson og Ólafur Ein-
arsson Moshvoli1) hafi þar upptekið í gærkveldi. — Ég
álít að nefnt hrís sé allt ungviði, nægileg klyf á 2 hesta.
Hraunteig staddur þ. 23. júní 1842.
L. Loftsson.“
[Bréf., Rang. II., 7, nr. 723.].
Málalok urðu þau, að hvor þeirra bræðra var dæmdur
í fjögurra marka sekt til fátækra í Hvolhreppi, og er
sektin greidd 20. febrúar 1943. [Bréfab. Rang. I., 5.
nr. 723.].
Hér lýkur að segja frá Jóni í Selsundi og afskiptum
hans um verndun Hraunteigs, enda átti Jón þá skammt
eftir ólifað. Hann andaðist 14. júlí 1844, 54 ára gamall.
En nú dregur að þeim tíðindum, sem örlagaríkust urðu
Næfurholti:
HEKLUGOSIÐ 1845.
Frásögn sú um gosið, sem hér fer á eftir, styðzt að
mestu leyti við ágrip úr dagbókarskýrslu Odds Erlends-
i) I>eir voru synir Einars Einarssonar bónda á Litla-Moshvoli og
konu hans Þórdísar Sigurðardóttur. Hafði Einar látizt þá um vetur-
inn (28. jan. 1842). Bjó ekkjan áfram með Olafi syni sínurn (22 ára)
í tvíbýli við Einar son sinn (26 ára). — En Litli Moshvoll hafði fyrr-
urn verið ein af jörðum Skálholtsstóls.