Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 113
111
sonar, Þúfu á Landi 1848, er Markús Loftsson birti í
jarðeldariti sínu:
Gosið hófst að liðnum dagmálum 2. september . . .
Vindur bar öskumökkinn til suðausturs svo að aska féll
mest yfir Skaftártungu og Síðu; heit aska og vikur féll
á jökla svo að vöxtur kom í margar ár. Þá kom svo mikið
vatnsflóð í Ytri-Rangá, sem hefir upptök sín skammt í
vestur frá Heklu, vestur undir Næfui'holtsfjöllum, að
hún flóði yfir bakka sína og varð óreið sakir hita. Færði
flóðið með sér jökulfor, svo áin varð ljósblá að lit, en er
þó tært uppsprettuvatn. Drapst þá allur silungur í henni
og rak um 200 af honum dauðum hjá fáum bæjum mið-
svæðis og var þá smámorkið af hitanum. . . . Um kveldið
laust eftir miðaftan, fór hraun að renna niður vesturhlíð-
ar Heklu; óx það með degi hverjum og seig smám saman
niður á við.
Fram undir miðjan mánuð dreifðist askan mest um af-
rétt og óbyggðir. En 13. september var norðanvindur og
sló þá mekkinum yfir Upp-Landið og Hreppa. Næsta dag
var landnorðanstormur. Lagði mökkinn þá yfir allt
Landið og Hreppa, en undir kveld, þann 15. september,
snerist vindurinn svo mökkinn lagði yfir Rangárvelli
utanverða.
Þann 18. september var hraunið komið að Melfelli,
litlu fjalli, er liggur skammt norður frá Næfurholti. Og á
þriðja degi þar frá rann eldhraunið beggja megin niður
með Melfelli og seig áfram með svo miklum hraða, að það
fór 200 faðma á tveim dægrum; var þá suðurendi fjalls-
ins aðeins óumkringdur. Þótti þá eigi lengur vært heima
í Næfurholti, og var því, 24. september, allt lauslegt flutt
þaðan, ásamt fólki og fénaði. Stóð hraunið, sem vissi
að Næfurholti, við sama 26. sept., en hlóðst upp, hvað
ofan á annað, fyrir innan Melfell, því að þar komst það
ekki lengur áfram fyrir svo kallaðri Markhlíð, sem er
alda afarmikil . ..
Um miðjan októbermánuð, (þ. e. 13. og 14.), kom önn-