Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 126
124
Árið 1945, þann 12. desember kl. 21, var aðalfundur
Skógræktarfélags íslands (fyrir árið 1945) haldinn í
Vonarstræti 4, Reykjavík. Þetta gerðist á fundinum:
1) Formaður félagsins, Valtýr Stefánsson, ritstjóri,
setti fundinn og stjórnaði honum, en ritari félagsins,
H. J. Hólmjárn, skráði fundargerð.
2) Gjaldkeri félagsins, Guðmundur Marteinsson, las
upp og skýrði reikninga félagsins fyrir árið 1944. Reikn-
ingarnir voru í tvennu lagi — reikningar Heiðmerkur, og
reikningar Skógræktarfélagsins. Síðan voru reikningarnir
bornir upp til samþykktar, og voru þeir samþykktir í
einu hljóði og athugasemdalaust.
3) Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, skýrði starf-
semi félagsins á árinu, og gat þess jafnframt, að all-ýtar-
leg skýrsla væri prentuð í Ársritinu 1945. Ennfremur
gerði hann grein fyrir eftirfarandi:
a. Las upp bréf til Bæjarstjórnar Reykjavíkur, dags.
12 des. 1945, þar sem stjórn Skógræktarfélags ís-
lands tilkynnir afhendingu efnis til girðingar Heið-
merkur og þá jafnframt afhentar kr. 3838.92, sem
voru eftirstöðvar samskotafjár í sparisjóðsbók nr.
1992 hjá Útvegsbanka íslands.
Þessi ráðstöfun stjórnarinnar hlaut einróma sam-
þykki fundarmanna.
b. Skýrði frumvarp að lögum fyrir Skógræktarfélag Is-
lands, er því yrði breytt í Samband skógræktarfélaga
í landinu.
Frumvarp þetta var komið frá nefnd þeirri, sem kosin
var á síðasta aðalfundi, 11. marz 1945. Ætlunin er sú,
að frumvarp þetta verði sent til allra skógræktarfélaga í
landinu, en síðan verði kallaður saman fundur til um-
ræðna og endanlegra ákvarðana um væntanlega Sambands-
stofnun. All mikið var rætt um frumvarpið og er þetta
hið helzta, sem fram kom í umræðunum:
Ólafur Friðriksson taldi sjálfsagt, að frumvarpinu yrði
breytt þannig, að fulltrúaval á aðalfund yrði ekki bundið