Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 127
125
við sýslufélög, heldur hefði öll skógræktarfélög rétt til
fulltrúavals, án tillits til félagatölu, eða félagssvæðis.
Gísli Sveinsson, alþingismaður, taldi ekki heppilegt að
einskorða félagssvæðin við héruð, og tók þar sem dæmi
Skógræktarfélag Mýrdæla, er hefði eðlileg takmörk milli
sandanna, en annað skógræktarfélag væri starfandi fyrir
Vestur-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands.
Þá var rætt nokkuð um fundarstað fyrir aðalfund
væntanlegs Sambandsfélags, og voru skoðanir manna
nokkuð skiptar um, hvort ráðlegt væri að binda hann við
Reykjavík.
Guðmundur Marteinsson taldi vafasamt, hvort heppi-
legt væri, að aðalfundur yrði aðeins haldinn annað hvort
ár eins og ráð væri fyrir gert, en taldi hins vegar ráðlegt
að slíkur fundir yrði haldinn ár hvert. Ennfremur taldi
hann vafasamt, hvort ráðlegt væri, að stjórnin léti öll
af störfum samtímis.
Arngrímur Kristjánsson og Guðbrandur Magnússon
vöktu máls á því, að Sambandsfélag skógræktarfélaga, er
stofnað yrði, næði samstarfi um skógræktarmál við fram-
haldsskóla landsins, og yrði þetta tekið til yfirvegunar
við samningu laga fyrir Sambandið.
Valtýr Stefánsson taldi rétt, að væntanlegt Sambands-
félag skógræktarfélaga héldi aðalfund sinn ár hvert, þar
eð fundunum væri jafnframt ætlað að annast útbreiðslu-
starfssemi, er vekti og glæddi áhuga manna um skógrækt.
Ennfremur benti hann á að hyggilegt mundi vera að halda
fundina á þeim stöðum, þar sem sjáanleg væri einhver
merki framkvæmda í skógræktarmálum, því að slíkt
gæti orðið til þess að hvetja menn í starfinu, fyrir aukinni
skógrækt í landinu.
Gísli Sveinsson, alþingismaður, beindi því til stjórnar
Skógræktarfélags Islands, að athugað yrði fyrir næsta
aðalfund á hvern hátt yrði bezt hagað afhendingu eigna
Skógræktarfélags íslands til væntanlegs héraðsskógrækt-
arfélags í Reykjavík og nágrenni.