Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 133
Skýrslur og reikningar
skógræktarfélaganna 1945
Skögrœktarfélag Akraness.
Skýrslur og reikningar skógræktarfélaganna 1945...............
Gróðursetning og afhending plantna: Félagið hefir undanfarin
þrjú ár unnið að aukinni trjárækt í bænum í náinni samvinnu við
bæjarstjórnina. Fyrsta vorið var Flálfdán kennari Sveinsson sendur
austur að Múlakoti, til þess að kynna sér gróðursetning og umhirðu
trjáplantna. Sá Flálfdán svo um gróðursetning um goo trjáplantna í
landi bæjarins, og var þá samhliða hafin tilraun um skjólbeltarækt.
Næsta sumar, 1944, var þeim tilraunum haldið áfram og skjólbeltin
aukin um helming.
Uppeldi trjáplantna: Sumarið 1945 hafði Helgi skólastjóri Þor-
láksson alla umsjón með ræktunarstarfsemi félagsins. En sakir þess,
að eigi var unnt að fá hentugar trjáplöntur, var horfið frá að auka
við skjólbeltin, en dreifplantað i þess stað. — Annars má geta þess, að
skjólbeltaræktunin hefir reynzt betri en vonir stóðu til. Þykir t. d.
athyglisvert, að holklaki hefir ekki grandað þeim trjáplöntum, sem
gróðursettar hafa verið í mýrarjarðvegi, en mikil vanhöld orðið
annars staðar.
Onnur rœktunarstörf: Öll þau ár, sem félagið hefir starfað, hefir
það haft forgöngu um útvegun trjáplantna almenningi til handa,
og veitt bæjarbúum allar nauðsynlegar leiðbeiningar varðandi
trjárækt.
Skógrœktarfélag Árnesinga.
REKSTURSREIKNINGUR
Tekjur:
Frá fyrra ári:
a. Inneign í sparisjóðsbók ...... kr. 3916.96
b. Fljá gjaldkera................ — 782-85
------------kr. 4699.81