Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 135
133
Skógrœktarfélag AusturlancLs.
Friðan skáglenda og girðingar: Skóglendi félagsins á Eyjólfsstöðum
er enn ógirt, nema 25 ha, en alls er flatarmál þess um 200 ha. Var
hafinn undirbúningur að friðun skóglendisins, girðingarstæðið ákveðið
og hornstaurar steyptir. Frekari framkvæmdir strönduðu á því, að
góðir járnstaurar voru áfáanlegir á þessu ári. Verður því hafizt handa
á vori komanda.
Gróðursetning og afhending plantna: Nokkurum félagsmönnum, er
friðað hafa land til skógræktar, var útbýtt birkifræi, og þeim leiðbeint
um sáningu þess. — Veittir voru eftirtaldir styrkir:
a. Til friðunar skóglendis, einum félagsmanni .......... kr. 1000.00
b. — trjáplöntuuppeldi, tveim einstaklingum .............. — 1500.00
c. — skrúðgarðsstofnunar, einu félagi .................... — 1000.00
Alss kr. 3500.00
Uppeldi trjáplantna: Þá hefir félagið samið við ungan og efnilegan
mann, Þórarinn Pálsson á Skeggjastöðum í Fellum, sem ætlar að hefja
trjáplöntuuppeldi Jiar heima við. A Skeggjastöðum eru góð skilyrði
til þess að ala upp trjáplöntur. Staðurinn vel í sveit settur og liggur
vel við sólarátt. Er verkið þegar hafið.
Félagsstarf og fundahöld: Aðalfundur, sem liáður var í júlímánuði,
fól stjórninni að undirbúa byggingarframkvæmdir á landi félagsins
að Einarsstöðum, scm er gamalt eyðibýli áfast Eyjólfsstaðaskógi, og
hefja framkvæmdir á sumri komanda, ef fært þætti. Enn fremur að
tryggja hæfan mann til jiess að setjast þar að, sem haft gæti umsjón
með skóginum, svo og að annazt væntanlegar framkvæmdir og leið-
beiningar á félagssvæðinu.
Félagalal i árslok: Ævifélagar 179, ársfélagar 257, , félög 17. —
Alls 453. Guttormur Pálsson.
REKSTURSREIKNINGUR
T ekjur:
Greidd árgjöld ........................................ kr.
Greidd ævigjöld .......................................... —
Styrkir og gjafir......................................... —
Aðrar tekjur ............................................. —
1688.00
500.00
8400.00
196.12
Kr. 10784.12