Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 140
138
firði um miðjan maí síðastl. Snjóaði þá svo mikið að ekki var unnt
að hefja vinnu aftur í hlíðinni fyrr en um mánaðarmót. Voru þá grafn-
ar um 60 holur, blandað í þær áburði og gróðursettar um 70 plðntur
af ribs, reyni og birki. Á siðastliðnu hausti var svo unnið áfram að
sams konar undirbúningi til gróðursetningar á vori komanda. Þær
plöntur, sem gróðursettar voru á sl. vori, hafa dafnað ágætlega, þótt
svo áliðið væri orðið, er þær komust á sinn stað, að búist var við litlum
eða engum árangri.
Auk þess, sem gróðursett var, fékk félagið talsvert af plöntum, sem
það seldi bæjarbúum.
Félagsstarf og fundahöld: Fundahöld engin önnur en stofnfundur
og svo stjórnarfundir. Aðalfundur var haldinn 24. marz s. 1. Dróst
nokkuð að halda fundinn, vegna örðugleika á að fá húsnæði til að
sýna kvikmyndir, sem formaður hafði útvegað og sýna átti í sambandi
við fundinn. Voru þær sýndar að afloknum fundinum.
Stjórn félagsins og tala árs- og avifélaga: Stjórn félagsins skipa:
Formaður: Baldur Johnsen héraðslæknir, Elías J. Pálsson kaupmaður,
Björn H. Jónsson skólastjóri, Kjartan Jóhannsson sjúkrahúslæknir og
M. Simson ljósmyndari. — Ævifélagar 11 og ársfélagar 42.
REKSTURSPÆIKNINGUR
T ekjur:
Greidd árgjöld ........................................ kr. 510.00
Greidd ævigjöld.......................................... — 2200.00
Styrkir og gjafir........................................ - 4193.97
Seldar plöntur .......................................... — 1149.25
Aðrar tekjur ............................................ — 130.00
Gjöld umfram tekjur ..................................... — 2745-57
Kr. 10928.79
Gjöld:
Greitt v. girðinga ................................. kr. 4017.37
Keyptar plöntur og fræ ............................... — 1094.10
Keypt áhöld .......................................... — 130.00
Laun starfsmanna...................................... — 5412.12
Félagskostnaður ...................................... — 150.20
Annar kostnaður ...................................... — 125.00
Kr. 10928.79