Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Síða 146
144
í Varmahlíð. Um 300 trjáplöntur gróðursettar í Sauðárkróksbrekku og
400 í Birkihlíð. Einnig voru seldar trjáplöntur til einstaklinga og
félaga innan sýslunnar. Þá voru keyptar 500 birkiplöntur frá Vöglum
og sumum þeirra dreifplantað.
Uppeldi trjáplantna: Vorið 1942 var komið á fót tveimur uppeldis-
reitum á Sauðárkróki, 20 x 1 m hvor. í vor höfðu plönturnar náð
15—20 cm hæð, var þá sumt af þeim gróðursett í brekkuna, en öðrum
dreifplantað. IComið var upp í vor ]:>remur reitum í viðbót, álíka stór-
um og í þá sáð birkifræi, kom það all vel upp. í Birkihlíð voru grisj-
aðar hálfs annars árs fræbeðaplöntur (haustsáning); voru 10—15 cm í
haust. í Varmahlíð var sáð í 17 beð við mjög misjafnan árangur. Þá
var sáð birkifræi í tvo smáreiti syðst í girðingunni. Kom það upp eftir
12 daga og þroskuðust plönturnar vel. Neðst í girðingunni var undir-
búinn stór reitur og sáð í hann í haust, birkifræi og reyniberjum.
Onnur reektunarstörf: Ennfremur var sáð birkifræi í stór svæði í
Varmahlíð og Birkihlíð. Fyrir tveimur árum var í Birkihlið sáð í flög
með lítilli grasrót, og sást sæmilegur árangur þess í sumar. Skurðir voru
grafnir í Birkihlíð til þess að þurrka landið. Þá var og unnið að þvi að
undirbúa væntanlegan samkomustað í efra hluta Varmahlíðargirðing-
arinnar, og hafði Ingibjörg Jóhannsdóttir, Löngumýri, gefið til þess
íoo krónur 1937.
Félagsstarf og fundahöld: Nokkurir stjórnarfundir voru haldnir, en
aðalfundur ársins 1944 var ekki haldinn fyrr en i maímánuði 1945.
Stjórn félags og tala árs- og avifélaga: Stjórnina skipa: Guðrún Þ.
Sveinsdóttir, formaður, Magnús Bjarnason, ritari og meðstjórnendur:
Þórður P. Sighvats., Sigurður Ólafsson, Kárastöðum og Haukur Haf-
stað, Vík. — Arsfélagar 196, ævifélagar 4.
REKSTURSREIKNINGUR
T ekjur:
í sjóði f. f. ári ...................................... kr. 6834.86
Greidd árgjöld ....................................... — 980.00
Greidd ævigjöld ...................................... — 50.00
Styrkir og gjafir..................................... — 5000.00
Seldar plöntur ....................................... — 1399.00
Aðrar tekjur ......................................... — 79-21
Gjöld umfram tekjur .................................. — 2539.37
Kr. 16882.44