Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 18

Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 18
Skólabíllinn við Laugarnesskóla 1946. Ljósm: Guðmundur Hannesson. Skólahús Laugarnesskóla var byggt 1935 en skólahverfi Laugar- nesskóla var geysilega stórt og náði það frá Defensorvegi, en sú gata var austan við Höfða, í línu að vatnsgeymi við Sjómannaskól- ann og í Bústaðaveg og sfðan allt svæðið þar fyrir austan inn að Ellliðaám, Selási og Breiðholti. í þessu skólahverfi eru nú 27 grunnskólar. Nemendur höfðu ekki mögu- leika á að komast gangandi í skólann frá þeim svæðum sem voru lengst í burtu. Guðmundur Jónasson sá um akstur fyrstu árin og reyndar af og til f marga ára- tugi. Árið 1970 var Kleméns Þórleifs- son, sem hafði verið kennari við skólann 1943-1966, fenginn til að taka saman sögu Katlagils. Er hér stuðst við frásögn hans um að- draganda kaupanna og fyrstu framkvæmdaárin f Katlagili. En undirritaður hóf kennslu við skól- ann 1956 og starfaði samfleytt við skólann til ársins 2001. Kaup skólabíls Árið 1943 var stofnaður sjóður til kaupa á landi og var þvf efnt til fjáröflunar með merkjasölu. Inn komu um 7000 krónur og var sú upphæð grunnur að Selsjóði Laugarnesskóla. Á fundi sem haldinn var í Kennarafélagi Laugarnesskóla 2. desember 1944 var rætt um kaup á skólabíl fyrir félagið og sæi það síðan um skólaaksturinn og ágóðinn af rekstrinum yrði not- aður til kaupa á landi fyrir Skóla- sel. í framhaldi af þessu var gengið frá kaupum á 24 sæta bíl sem var þá nýkominn til landsins frá Bandaríkjunum. Eign Selsjóðsins var notuð til kaupa á bílnum og auk þess lánuðu nokkrir kennarar fé til viðbótar. Rekstur bílsins gekk vel og var hann að fullu greiddur á tveimur árum eða árið 1946 og auk þess hafði safnast nokkurt fjármagn svo að hægt var af fullum krafti að leita að heppi- legu landi. Rétt er að geta þess að skatta- lög voru á annan veg þá en nú og er það ástæðan fyrir að það var mögulegt á þessum tfma að kennarafélagið gæti rekið bíl á þennan hátt. Kaup Katlagils Nefnd kennara var kosin 1946 til að svipast um og velja land fyrir skólasel. Á næstu árum var leitað að landi sem gæti fullnægt þeim hugmyndum um legu og gæði sem ásættanleg væru. Leið svo til ársins 1949 að félaginu barst tilboð um að kaupa hluta úr jörðinni Helgadal í Mosfells- sveit. Kennarafundur, haldinn 3.jú 1 f 1949, samþykkti einróma að gengið yrði frá kaupum á þessu landi. í ágúst sama ár var landinu þinglýst félaginu og greitt að fullu úr Selssjóði, en landið kost- aði 45000 krónur. f fundargerð frá þessum tíma er eftirfarandi frásögn: „Með kaupum á þessu landi hafði Kennarafélag Laugarnes- skóla loks eftir 13 ára starf aflað sér möguleika til þess að sá draumur þess gæti ræst að eign- ast utan borgarinnar heimili bæði fyrir sig og nemendur sína. Heimili, þar sem kennarargætu notið hvfldar á frídögum sfnum í kyrrð og næði sveitarinnar, og farið þar að auki stöku sinnum með nemendur sína til þess að þeir mættu um stund kynnast ís- lenskri náttúru og leika sér frjálst í skauti hennar. Ef við leggjum okkur fram við að fegra þetta land og bæta mun það launa okkur fyrirhöfnina ríku- lega með meiri arði og meiri ánægju. Gott land launaralltaf fyrir sig ef vel er að því búið". 16 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.