Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 58

Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 58
Upprifjun á sögulegu baksviði Því er ekki að leyna, að Vestfirð- ir urðu út undan á skógræktar- bylgjunni, sem hófst um 1950. Það skipti örugglega miklu máli í þessu efni, að Skógrækt ríkisins átti þar aðeins eitt lítið skóglendi - mjög afskekkt - 90 ha á Lauga- bóli við Djúp. Setti heldur ekki á stofn þar gróðrarstöð, eins og í hinum landshlutunum, sem vissulega var bein afleiðing þess, að ekki var þar heldur nein „stöð" (=aðsetur skógarvarðar). Slíkar „stöðvar" höfðu í öðrum lands- hlutum orðið hvatar að skógrækt í nágrenni sínu. Um þýðingu þess að hafa upp- eldisstöð trjáplantna á einhverju svæði vitnar gróðrarstöðin, sem Martinus Simson setti á stofn í Tungudal við ísafjörð. Úr þessari stöð komu mest 50 þúsund plöntur á ári. Skógurinn í Tungu- dal er árangur af tilvist gróðrar- stöðvarinnar, enda sá langstærsti manngerði á Vestfjörðum. Áárunum 1945-1950 voru stofnuð 6 skógræktarfélög á Vest- fjörðum. Þau hófust strax handa um að koma upp litlum skógar- reitum. Skógræktarfélag ísfirð- inga var þó undantekning, eins og nefnt var hér að framan, langstór- tækast. Norskskógarfura varað- altrjátegundin á 6. áratugnum - því miður, getum við sagt í dag. Fyrir bragðið sjást nú færri og minni merki um starfið á þessum áratug, en verið hefði, ef skóg- arfuran hefði ekki brugðist. Farið er þó að gróðursetja sitkagreni og rauðgreni f litlum mæli nokkru eftir 1950 og svo fram eftir áratugnum. Þannig eru flestir greniteigarnir, sem lýst verður hér á eftir, gróðursettir á sjötta áratugnum. En hinir elstu eru allir mjög litlir. Gefa þó ómetanlegar upplýsingar um möguleika þessara trjátegunda og í rauninni enn sterkari vís- bendingu en stærri reitir hefðu gert, af því að á þessa litlu reynir mikiu meira en stærri. Lítið er af íslensku birki frá þessum fyrstu árum, nema á Pat- reksfirði og Tálknafirði. Á árunum 1997-2000 fór fram á vegum Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar úttekt á skógræktarskilyrð- um á öllu landinu. Þá var mæld- ur vöxtur helstu trjátegunda í | skóglendum og gróðursettum skógarreitum og jafnvel í trjá- j görðum. Hliðstæða könnun, en margfalt viðaminni, gerði Rann- sóknastöðin 1973-1976, þáeftir hið mikla kuldaskeið, sem hófst 1963. Þessi nýja „Landsúttekt", sem hér verður nefnd svo, er ómetan- legt gagn, þegar maður er að skoða skógarreiti landsins, eins og ég gerði á Vestfjörðum síðast- liðið sumar. „Landsúttekt" um Vestfirði hafði ég auðvitað með í farteskinu. Þarna má lesa graffskt (1) yfirhæð, (2) bolrúmmál á ha og (3) bolrúmmálsvöxt (mVha/ári). Hafandi þessar upp- lýsingar í höndunum, gerir maður sér gleggri grein en ella fyrir ástandi skógarteigsins, sem hann er að skoða. Hér á eftir verður komið við á sex stöðum í Barðastrandarsýsl- um og skoðað, hvað þar hefir gerst á 20 til 22 árum, en einnig litið á tvo staði, sem ég hafði ekki heimsótt fyrr en nú. Heildaráhrif eftir ferðina eru þessi: * Skilyrði fyrir ræktun nokkurra helstu innfluttra trjátegunda á Vestfjörðum reynast nú mun hagstæðari en menn hugðu fyrir 20-30 árum, hvað þá fyrr. * Sitkagreni (og sitkabastarður) reynist alls staðar yfirburða- tegund. Vöxtur þess sýnist víða ekki sfðri en um norðan- og austanvert landið, á stöku stað eins og best gerist. Barmahlíð í Reykhólasveit í skóggræðslukönnuninni, sem gerð var 1973-1976 á veg- um RASK (=Rannsóknastöð Skógræktar), vakti sitkagrenið í Barmahlíð sérstaka athygli. Kom verulega á óvart. Þetta er neðsti hluti teigsins, sem gróð- ursettur var f lækjargilinu í reit Skógræktarfélagsins Bjarkar, og nær niður að girðingunni, sem liggur ofan við þjóðveginn. Þarna voru gróðursettar 350 plöntur af SG 1953. Nokkuð ör- uggt má telja, að það sé af öðru hvoru kvæminu Pigot Bay eða Point Pakenham, sem Hákon Bjarnason og Vigfús lakobsson söfnuðu haustið 1945 (sjá H.B., Ársrit Skógrœktarfélags fslands 1946) eða Vigfús Jakobsson á Point Pakenham 1948, sem er líklegra. Báðir þessir staðir eru nálægt nyrstu mörkum tegund- arinnar við botn Prins Vil- hjálmsflóa í Alaska. f grein sinni í Skógarmálum um skógræktarskilyrði á íslandi gerir Haukur Ragnarsson grein fyrir skóggræðslukönnuninni. Ábls. 244 fjallar hann um svæði 3.4, sem er „norðurhluti Borgarfjarð- ar, Mýrar, innanvert Snæfells- nes, mestur hluti Dalasýslu og Reykhólasveit (Hlíðar og kjarr- lendi)." Þarstendur: „Sitkagreni hefir vaxið hér ágætlega og á einum stað betur en mælst hefir á nokkrum öðrum stað". Þessi staður er fyrrnefndur lundur í lækjargilinu í Barmahlíð. Á bls. 241 í ritgerð Hauks erTafla 1, sem greinir frá meðalhæðarvexti nokkurra barrtrjáa á íslandi, sem voru kannaðar. Sitkagreni er með mestan meðalhæðarvöxt á svæði 3.4, eða 10,6 cm (reiknað frá gróðursetningarári). Bakvið þessa tölu er Barmahlíðarreitur- inn. Reyndar er athyglisvert, að sitkagreni á svæði 3.5 - Vest- fjarðakjálki sunnan Djúps - er með 8,1 cm, sem er fjórða 56 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.